fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Pressan
Þriðjudaginn 16. júlí 2024 16:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Loftslagsbreytingar af mannavöldum eru svo gífurlegar að þær hafa áhrif á tíma. Loftslagsbreytingar valda því að ísbreiður heimsskautanna bráðna og þetta hefur áhrif á snúning jarðar. Þetta valdur því að dagurinn verður lengri og mun þessi þróun halda áfram með auknum hraða á meðan maðurinn heldur áfram að menga. Framangreint kemur fram í nýrri rannsókn sem var birt á mánudaginn í Proceedings of the National Academy of Science.

Breytingarnar eru minniháttar, eða nokkrar millisekúndur á dag. Áhrifin af þessum breytingum geta þó verið gífurleg þar sem breytingar á tíma hafa áhrif á tækni á borð við GPS. Eins er hér um að ræða enn eitt dæmið um afleiðingar loftslagsbreytinga og þau áhrif sem manneskjan hefur haft á jörðina.

„Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga,“ segir Surenda Adhikari, jarðeðlisfræðingur hjá NASA og einn af höfundum rannsóknarinnar.

Þegar ísbreiður heimsskautanna og jöklar bráðna þá flæðir frá þeim í átt að miðbaug. Þetta veldur því að form jarðarinnar breytist, flatari við heimskaut og breiðari við miðbaug en áður. Þar með hægist á snúningu jarðarinnar. Líkja má þessu við það þegar fólk snýst á skautum. Þegar hendurnar eru dregnar nær líkamanum þá snýst fólk hraðar en þegar hendurnar eru útbreiddar þá hægri á snúningnum.

Jarðfræðingurinn Mostafa Kiani Shahvandi, sem eins kom að rannsókninni, segir að aðrar rannsóknir hafi bent til orsakasamhengis á milli lengri dags og aukinna jarðskjálfta. Hann segir við CNN að enn þurfi að rannsaka þessa kenningu betur en hún vekur þó upp áleitnar spurningar.

Benedikt Soja, annar höfundur rannsóknarinnar og prófessor við háskólann ETH í Zurich segir að heimurinn þurfi nú að horfast í augu við að manneskjan hefur nú haft meiri áhrif á legu jarðarinnar í tíma og rúmi heldur en náttúrulegir ferlar hafa gert síðustu milljarða ára.

Önnur rannsókn var birt í mars sem komst að þeirri niðurstöðu að þó að loftslagsbreytingar væru að hægja á snúningi jarðar þá væru ferlar innan möttuls jarðar þó mikilvægari og gætu verið að hraða snúningi og þar með stytta daginn. Höfundur þeirrar rannsóknar, Duncan Agnew, fagnar þó þessari nýju rannsókn sem hann segir veita mikilvæga innsýn í áhrif loftslagsbreytinga á snúning jarðar. Þar sé horf til margra ólíkra þátta loftslagsbreytinga og lengra til framtíðar heldur en hans rannsókn gerði.

CNN greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 6 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga