fbpx
Mánudagur 15.júlí 2024
Pressan

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

Pressan
Sunnudaginn 14. júlí 2024 16:30

Gilgamesh flóðataflan. Mynd:World History Archive

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í borginni Nineveh (sem er einnig þekkt sem Kouyunjik), sem er forn assýrísk borg í Meópótamíu fannst ellefta tafla sögu Gilgamesh, einnig þekkt undir nafninu Gilgamesh flóðataflan.

Þetta er stórmerkileg tafla úr leir. Á henni eru áletranir sem lýsa sögulegu flóði sem lenti á Babýlon. Er taflan talin vera meðal elstu bókmennta heimsins.

Live Science segir að saga Gilgamesh hafi hugsanlega komið fram um þrjú þúsund árum fyrir Krist en fyrrgreind tafla er frá sjöundu öld fyrir Krist.

Sagan, sem er höggvin í töfluna, svipar mjög til sögunnar um Örkina hans Nóa í Mósebók. Á töflunni er því lýst hvernig guðirnir sendu flóð til að eyða jörðinni. En einn guð, Ea, gerði Utu-napishtim, leiðtoga gamals konungsríkis, viðvart um þessa fyrirætlun guðanna og sagði honum að smíða sér bát til að bjarga sjálfum sér og fjölskyldu sinni ásamt „fuglum og öðrum dýrategundum“ að því er British Museum segir en safnið telur Gilgamesh töfluna til fastra sýningargripa sinna.

Eins og í sögunni um Örkina hans Nóa, þá sleppa sæfarendurnir fuglum lausum til að sjá hvort að vatnsmagnið hafi minnkað svo mikið að land sé farið að sjást.

Taflan, sem er 15×13 cm) fannst seint á nítjándu öld. Í fyrstu var ekki vitað hvað stóð á henni en vísindamanni hjá British Museum tókst síðar að ráða fram úr því.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári

Baba Vanga spáði fyrir um heimsendi – Hefst á næsta ári
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir

Skammbyssur sem Napóleon ætlaði að skjóta sig með seldust fyrir 255 milljónir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fjölskyldufaðirinn ætlaði að sýna sig – Endaði hörmulega

Fjölskyldufaðirinn ætlaði að sýna sig – Endaði hörmulega
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heillaráð frá lækni – Drekktu þetta fyrir kynlíf og fullnægingin verður betri

Heillaráð frá lækni – Drekktu þetta fyrir kynlíf og fullnægingin verður betri
Pressan
Fyrir 4 dögum

Týndi farsímanum sínum – Kostaði hann 11 ára fangelsi

Týndi farsímanum sínum – Kostaði hann 11 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort

Banki þvingaði fólk til að kaupa óþarfa tryggingar, stofnaði yfirdátt í þeirra óþökk, færðu til peninga og sendu þeim óumbeðin greiðslukort