Á síðustu ísöld, fyrir 16.800 til 60.000 árum síðan, gerði fjöldi ísjaka, sem komu frá ströndum Norður-Ameríku, að verkum að mikilvægir hafstraumar veiktust mjög mikið.
Í nýju rannsókninni kemur fram að nú komi jafn mikið af ísjökum frá Grænlandsjökli og gerði í sumum þessara löngu liðnu atburða. Fram kemur að frárennsli frá ströndum Grænlands geti hugsanlega komið í veg fyrir að þeir hafi áhrif á hafstrauma eins og forðum.
Yuxin Zhou, nýdoktor við Kaliforníuháskóla, sagði í samtali við Live Science að hér eigi einhverskonar reiptog sér stað.
Rannsóknin hefur verið birt í vísindaritinu Science.
Loftslagsbreytingarnar valda því að það er að hægja á Golfstraumnum því ferskvatn úr Grænlandsjökli rennur út í sjóinn og dregur úr þéttleika og salti í sjónum. Niðurstöður margra rannsókna benda til að Golfstraumurinn sé farinn að hægja á sér og geti hrunið endanlega ef allt fer á versta veg.