fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
Pressan

Þrjú börn létust í eldsvoða – Faðir þeirra grunaður um að hafa myrt þau

Pressan
Mánudaginn 8. júlí 2024 06:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klukkan eitt aðfaranótt sunnudags var tilkynnt um eldsvoða í húsi í Lalor Park, sem er í vesturhluta Sydney í Ástralíu. Þrjú börn létust í eldsvoðanum. Faðir þeirra er í haldi lögreglunnar, grunaður um að hafa orðið börnunum að bana.

The Guardian hefur eftir talsmanni lögreglunnar að húsið hafi verið alelda þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang.  Tveir drengir, tveggja og fjögurra ára, voru fluttir á sjúkrahús en létust skömmu eftir komuna þangað

Þegar búið var að slökkva eldinn fannst lík systur þeirra sem var 10 mánaða.

Níu ára stúlka og þrír drengir, ellefu, sjö og sex ára, voru flutt á sjúkrahús og er líðan þeirra sögð stöðug.

Móðir barnanna, sem er 29 ára, var lögð inn á sjúkrahús með reykeitrun. Lögreglan segir að reiknað sé með að hún og börnin fjögur nái sér að fullu.

Talsmaður lögreglunnar sagði að málið sé mikil harmleikur. Hann sagði að faðir barnanna hafi verið handtekinn á vettvangi þegar hann reyndi að koma í veg fyrir að viðbragðsaðilar björguðu þeim sem voru inni í húsinu. Hann sagði að lögreglan telji að faðirinn beri ábyrgð á dauða barnanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur með slæm tíðindi – Nýr heimsfaraldur er óhjákvæmilegur

Sérfræðingur með slæm tíðindi – Nýr heimsfaraldur er óhjákvæmilegur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessu getur þú ekki logið að tannlækninum – Hann sér líka ef þú hefur stundað munnmök

Þessu getur þú ekki logið að tannlækninum – Hann sér líka ef þú hefur stundað munnmök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Donald Trump varar við algjörri katastrófu

Donald Trump varar við algjörri katastrófu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heimsstyrjöld vofir yfir: Segir að lítið megi út af bregða til að allt fari til fjandans

Heimsstyrjöld vofir yfir: Segir að lítið megi út af bregða til að allt fari til fjandans