fbpx
Sunnudagur 06.október 2024
Pressan

Eiga varla orð um sólarvarnartrendið á samfélagsmiðlum – „Þetta er algjör klikkun“

Pressan
Mánudaginn 8. júlí 2024 08:00

Sólarvörn er nauðsynleg til að verja okkur fyrir hættulegum geislum sólarinnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er mikið áhyggjuefni og ótrúlega heimskulegt trend.“ Þetta sagði Helle Fabiansen, forstjóri samtaka danskra snyrtivöru- og hreinlætisvöruframleiðenda, um trend sem fer eins og eldur í sinu um samfélagsmiðla.

Á samfélagsmiðlum heldur fólk þeirri mýtu fram að sólarvörn sé skaðleg. Þetta hefur náð til barna og ungmenna og í Noregi kveður svo rammt að þessu að börn og ungmenni vilja ekki nota sólarvörn og maka þess í stað smjöri eða matarolíu á sig.

B.T. hefur eftir Fabiansen að allar rannsóknir sýni að það sé næstum alveg sama hvaða sólarvörn sé notuð, það sé bara að smyrja henni á sig.

Hvað varðar þetta fyrrnefnda trend þá sagði hún að þetta sýni hversu góður vettvangur samfélagsmiðlar séu til að dreifa röngum upplýsingum.

Dæmi um þetta má sjá hjá áhrifavaldinum Gubba Homestead.

„Þetta ber þess vitni að fólk hefur ekki þekkingu á þessu. Annars myndi það ekki trúa þessu. Það eru engar sannanir fyrir að sólarvörn valdi krabbameini. Þvert á móti getur maður sagt,“ sagði Fabiansen.

Þessar efasemdir um sólarvörn herja beggja megin Atlantshafs og í Bandaríkjunum sýndi könnun fram á að 14% fólks yngra en 35 ára, telur að dagleg notkun á sólarvörn valdi meiri skaða en sólin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Sérfræðingur með slæm tíðindi – Nýr heimsfaraldur er óhjákvæmilegur

Sérfræðingur með slæm tíðindi – Nýr heimsfaraldur er óhjákvæmilegur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þessu getur þú ekki logið að tannlækninum – Hann sér líka ef þú hefur stundað munnmök

Þessu getur þú ekki logið að tannlækninum – Hann sér líka ef þú hefur stundað munnmök
Pressan
Fyrir 4 dögum

Donald Trump varar við algjörri katastrófu

Donald Trump varar við algjörri katastrófu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Heimsstyrjöld vofir yfir: Segir að lítið megi út af bregða til að allt fari til fjandans

Heimsstyrjöld vofir yfir: Segir að lítið megi út af bregða til að allt fari til fjandans