fbpx
Mánudagur 28.apríl 2025
Pressan

Hetjan og skrímslið – Nágranni Ásu Guðbjargar og Rex segir skuggalegt að hugsa til baka í dag

Pressan
Sunnudaginn 7. júlí 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fyrir um þrjátíu árum síðan flutti slökkviliðsmaðurinn Etienne de Villiers með fjölskyldu sinni í hús á Long Island, án þess að hafa nokkra hugmynd um við hlið þeirra leyndist meintur raðmorðingi.

Nágranninn, arkitektinn Rex Heuermann, var handtekinn síðasta sumar og hefur nú verið kærður fyrir sex morð og ekki útilokað að þau verði fleiri þegar uppi verði staðið. Elsta morðið sem Heuermann er sakaður um átti sér stað árið 1993, tveimur árum áður en Etienne gerðist nágranni hans.

Nú hefur Etienne tjáð sig um málið við fjölmiðla. Hann segir að Heuermann verði ekki lýst sem góðum granna. Eiginkona Etienne naut þess að fara í sólbað í garði þeirra og Heuermann vandi sig snemma á að glápa á hana og reyna að fá hana til að spjalla við sig þegar Eitenne var í vinnunni.

„í hvert sinn sem hún var þarna úti og ég á slökkviliðsstöðinni á vakt, þá hékk Rex við girðinguna og spjallaði við hana. Hún sagði mér loks að henni þætti þetta virkilega óþægilegt.“

Etienne fór þá til nágranna síns og átti við hann orð um þessa framkomu.

„Ég spjallaði við hann og hann sagði bara:„ Ó nei ég er ekkert að stara, ég er bara svo hávaxinn“… en ég sagði „Rex, gerðu það, hættu“.

En Heuermann lét sér eki segjast og hélt áfram að stara á eiginkonu Etienne. Loks þurfti vingjarnlegi slökkviliðsmaðurinn að bókstaflega hóta nágranna sínum. Þá loks hætti hann.

„Hann hætti ekki bara heldur varð hann ekki einu sinni reiður. Hann var ekki með stæla við mig sem kom mér nokkuð á óvart. Hann sagði bara ok ég skal hætta og gerði það svo um leið.“

Eftir þetta voru samskipti nágrannana nokkuð friðsæl. Þeir voru engir vinir en heldur engir óvinir. Etienne segir að hann hafi verið sá eini í hverfinu sem Heuermann átti í vingjarnlegum samskiptum við.

Þremur árum eftir að Etienne og Heuermann yrðu nágrannar þá giftist Heuermann Ásgu Guðbjörgu Ellerup. Ása átti son úr fyrra sambandi og tveimur árum eftir brúðkaupið fæddist þeim Ásu og Rex dóttirin Victoria.

Etienne fór á eftirlaun árið 2004, en hann glímdi þá við áfallastreitu eftir fall tvíburaturnanna þann 11. september árið 2001. Hann var ánægður með ævistarfið og að hafa helgað lífi sínu því að bjarga lífum. Hann segir því tilhugsunina óneitanlega furðulega að þennan tíma hafi hann búið við hliðina á raðmorðingja. Eins sé ógnvekjandi að hugsa til þess að konurnar sem Heuermann er sakaður um að hafa myrt voru allar smágerðar og fallegar. Kona Etienne passaði einmitt við þá lýsingu.

„Hún er smávaxin, grönn og algjör bomba. Svo það er skuggalegt núna þegar maður stoppar og hugsar til þess að hinar myrtu voru allar líkar eiginkonu minni.“

DailyBeast greinir frá. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni

Ekki henda lónni úr þurrkaranum – Hún getur komið að góðu gagni
Pressan
Í gær

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“

Fundu dularfulla holu á Mars – „Þar gæti verið líf“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina

Það þarf að þvo hana daglega – Svona gerir þú hana almennilega hreina
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“

„Hann veifaði lögfræðigráðu sinni og peningum eins og sverði og skildi til að kúga og þagga niður í þolendum sínum.“