fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Pressan

„Það er eins og við höfum opnað hlaðborð“

Pressan
Laugardaginn 6. júlí 2024 15:00

Makó-hákarl

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hákarlar hafa lært að það er tenging á milli báta og fæðu og gæða sér á fiski sem sjómenn og stangveiðimenn veiða í Mexíkóflóa.

Marcus Drymon, hákarlasérfræðingur við ríkisháskólann í Mississippi, sagði Live Science að það hafi færst í aukana að hákarlar éti fisk, sem fólk hefur veitt, í Mexíkóflóa. Hann sagði að erfitt sé að sýna fram á þetta út frá reynslu en svo virðist vera sem breytingar hafi orðið á hegðun hákarla.

Í umfjöllun National Geographic um málið er meðal annars haft eftir Jasmin Graham, sjávarlíffræðingi, að hákarlar séu fljótir að læra og hafi lært að hljóð í bátsvél þýði mat. Þeir taki því stefnuna á báta og nú séu menn í beinni samkeppni við hákarla um sama fiskinn.

Í sama þætti sagði Anthony Mackie: „Það er eins og við höfum opnað hlaðborð,“ þegar hann ræddi um sífellt fleiri dæmi þess að hákarlar komi nærri bátum til að fá sér að éta.

Sjómenn hafa tilkynnt um breytta hegðun hákarla undan ströndum Suðurríkja Bandaríkjanna og segja að þeir haldi sig nærri bátum þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Melania Trump hjartanlega ósammála eiginmanni sínum þegar kemur að einu stóru stefnumáli

Melania Trump hjartanlega ósammála eiginmanni sínum þegar kemur að einu stóru stefnumáli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Byrjaði að hata konur þegar hann komst að því að hann væri ekki faðir dóttur sinnar

Byrjaði að hata konur þegar hann komst að því að hann væri ekki faðir dóttur sinnar