fbpx
Miðvikudagur 01.janúar 2025
Pressan

Hann knúði dyra að kvöldi til – Í síðustu viku lauk málinu endanlega

Pressan
Föstudaginn 5. júlí 2024 04:15

Bridget Townsend

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á janúarkvöldi einu 2001 var Bridget Townsend, 18 ára, ein í húsi unnusta sína. Skyndilega var bankað á dyr og hún fór til dyra. Fyrir utan stóð maður og hann var síðasta manneskjan sem Bridget hitti því hann myrti hana.

Þetta gerðist í bænum Bandera, sem er norðvestan við San Antonio í Texas.  Í umfjöllun bandarískra fjölmiðla kemur fram að maðurinn hafi ætlað að hitta unnusta Bridget en eins og áður sagði, þá var hann ekki heima.

Unnustinn seldi fíkniefni og það voru þau sem maðurinn, sem hét Ramiro Gonzales og var 18 ára, var á höttunum eftir.

En hann fann engin fíkniefni, bara Bridget aleina. Hún hleypti honum inn. Hann stal þá reiðufé sem unnusti hennar átti. Þegar Bridget reyndi að hringja í unnustann til að segja honum frá þessu réðst Ramiro á hana. Hann batt hana á höndum og fótum, fór með hana út í bílinn sinn og ók að stað nærri búgarði afa síns. Þar nauðgaði hann henni og skaut hana síðan til bana.

Þegar unnusti Bridget kom heim, var húsið mannlaust en bíllinn hennar, lyklar og taska voru þar. Hann hringdi í lögregluna sem hóf þegar leit að henni.

18 mánuðir liðu þar til málið leystist.  Þá sat Ramiro í fangelsi, var að afplána ævilangan dóm fyrir nauðgun. Hann bað um að fá að tala við lögreglumann og játaði fyrir honum að hafa nauðgað og myrt Bridget.

Lögreglan fann jarðneskar leifar hennar í framhaldi af játningunni.

Ramiro var síðan dæmdur til dauða fyrir að hafa rænt henni, nauðgað og drepið.

Á miðvikudag í síðustu viku var hann tekinn af lífi. Bridget hefði orðið 41 árs þennan dag ef hún hefði lifað.

„Þegar þeir sögðu mér að 26. júní væri dagurinn fór ég að gráta, ég grét og grét,“ sagði móðir hennar, Patricia Townsend, í samtali við USA Today. Hún sagði að það hafi verið ákveðin huggun að vita að Ramiro myndi yfirgefa þennan heim á sama degi og Bridget kom í hann.

Ramiro var tekinn af líf með eitursprautu í ríkisfangelsinu í Huntsville. Á síðustu andartökum sínum í þessu lífi  bað hann fjölskyldu Bridget hvað eftir annað afsökunar á gjörðum sínum og sagðist vonast til að dag einn muni honum verða fyrirgefið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Brot úr ævi Jimmy Carter – Misheppnuð björgun, sögulegar skammir, lostugar hugsanir, smáatriði og mannúð

Brot úr ævi Jimmy Carter – Misheppnuð björgun, sögulegar skammir, lostugar hugsanir, smáatriði og mannúð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar

Musk dregur í land eftir að hann kallaði MAGA-menn „fyrirlitlega fábjána“ en hefur ekki tekist að lægja öldurnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana

Jólaboðið óhugnanlega – Eitraði fyrir fjölskyldu sinn og varð nokkrum að bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál

Unglingsstúlkurnar áttu sér skelfilegt leyndarmál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Umdeild hálfleikssýning Beyoncé á jóladag – „Það eru jól og margar fjölskyldur að horfa saman“

Umdeild hálfleikssýning Beyoncé á jóladag – „Það eru jól og margar fjölskyldur að horfa saman“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta vissir þú líklega ekki um hunda

Þetta vissir þú líklega ekki um hunda
Pressan
Fyrir 5 dögum

MAGA-hreyfingin sýpur hveljur eftir umdeild ummæli Musk

MAGA-hreyfingin sýpur hveljur eftir umdeild ummæli Musk
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þetta er sterkasti bjór í heimi – Sérstök aðvörunarmerki eru sett á hann

Þetta er sterkasti bjór í heimi – Sérstök aðvörunarmerki eru sett á hann