fbpx
Miðvikudagur 18.desember 2024
Pressan

Kápumynd Harry Potter og viskusteinsins seldist fyrir metfé

Pressan
Fimmtudaginn 4. júlí 2024 08:00

Þetta er myndin sem prýðir forsíðu Harry Potter og viskusteinsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vatnslitamynd, sem var notuð sem kápumyndin á fyrstu bókinni um Harry Potter, Harry Potter og viskusteinninn, seldis fyrir metfé á uppboði í New York í síðustu viku. Greiddi kaupandinn 265 milljónir fyrir myndina. Þetta er hæsta verð sem fengist hefur fyrir hlut tengdan Harry Potter fram að þessu.

Myndin var boðin upp hjá Sotheby‘s uppboðshúsinu og voru það fjórir aðilar sem börðust um myndina í 10 mínútur áður en þrír gáfust upp og sáf fjórði hreppti hnossið. Sky News segir að þegar myndin var seld síðast, sem var 2001, þá hafi fengist 15 milljónir fyrir hana. Þá var aðeins búið að gefa út fjórar bækur um galdrastrákinn.

Myndin, sem var máluð af Tomas Taylor, var verðmetin á 56-84 milljónir.

Taylor var aðeins 23 ára þegar Barry Cunningham, hjá Bloomsbury bókaútgáfunni, bað hann um að mála kápumynd fyrir bókina. Taylor lauk verkinu á tveimur dögum.

Áður en myndin var seld í síðustu viku var hæsta verð, sem fengist hafði fyrir eitthvað tengt Harry Potter, 58 milljónir sem fengust fyrir fyrstu útgáfu af Harry Potter og viskusteininum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Pútín niðurlægður

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu

Svona er hægt að sjá hvort egg er ferskt og hæft til neyslu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við

Með þessu snilldarráði brennur sykurinn á brúnuðu kartöflunum ekki við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 5 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna