fbpx
Laugardagur 05.október 2024
Pressan

Rannsaka frásagnir 15 vændiskvenna sem segjast hafa reynslu af Rex Heuermann

Pressan
Miðvikudaginn 3. júlí 2024 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Suffolk í New York hefur nú til rannsóknar frásagnir 15 vændiskvenna sem gætu hafa átt í samskiptum við meinta raðmorðingjann, Rex Heuermann.

Fógetinn í Suffolk, Errol Toulon Jr. segir að þetta sé afrakstur umfangsmikillar rannsóknar þar sem skýrslur voru teknar af tæplega 300 vændiskonum.

Rex Heuermann starfaði sem arkitekt í New York þegar hann var handtekinn um hábjartan dag í júlí á síðasta ári. Síðan þá hefur hann verið ákærður fyrir morð sex kvenna sem allar höfðu starfað við vændi.

Þessar 15 frásagnir sem eru nú til nánari skoðunar þykja allar trúverðugar, en lögregla er ekki tilbúin að fara nánar í saumana á þessum frásögnum á þessum tíma.

Mál ákæruvaldsins gegn Heuermann verður næst tekið fyrir í dómsal þann 30. júlí. Um undirbúningsþinghald er að ræða þar sem ákæruvaldið og/eða verjendur leggja fram gögn og óska eftir þeim verði heimilað að kynna þau við aðalmeðferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Martröðinni er lokið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Byrjaði að hata konur þegar hann komst að því að hann væri ekki faðir dóttur sinnar

Byrjaði að hata konur þegar hann komst að því að hann væri ekki faðir dóttur sinnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu 200 ára flöskuskeyti

Fundu 200 ára flöskuskeyti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Donald Trump varar við algjörri katastrófu

Donald Trump varar við algjörri katastrófu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Heimsstyrjöld vofir yfir: Segir að lítið megi út af bregða til að allt fari til fjandans

Heimsstyrjöld vofir yfir: Segir að lítið megi út af bregða til að allt fari til fjandans
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“

Maðurinn á bak við margar af vinsælustu vörum Apple vinnur að „leynilegu verkefni“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“ 

Íran gerði loftárás á Ísrael – „Eins og Gaza, Hezbollah og Líbanon þá mun Íran sjá eftir þessari stund“