fbpx
Miðvikudagur 19.febrúar 2025
Pressan

Biden ekki af baki dottinn – „Ég átti ekki gott kvöld“

Pressan
Þriðjudaginn 2. júlí 2024 12:30

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden Bandaríkjaforseti virðist gefa lítið fyrir slæma frammistöðu sína í kappræðunum gegn Donald Trump á fimmtudaginn, en forsetinn vill meina að honum hafi þetta kvöld tekist að vinna sér inn atkvæði fleiri óákveðinna kjósenda heldur en Trump tókst að gera.

Þetta sagði Biden á laugardaginn á fundi með styrktaraðilum framboðs síns. Mun forsetinn hafa gengist við því að hann hefði mátt standa sig betur en vill þó meina að hann sé enn með meirihluta kjósenda að baki sér.

„Ég átti ekki gott kvöld, en ég mun berjast af meiri krafti,“ sagði Biden á fundi með styrktaraðilum sem fór fram á heimili ríkisstjóra New Jersey, Phil Murphy, um helgina.

„Rannsóknir sem fóru fram á meðan á kappræðunum stóð sýna að okkur tókst að sannfæra fleiri óákveðna kjósendur heldur en Trump tókst að gera og það má að mestu rekja til framferði fyrrverandi forsetans í tengslum við innrásina 6. janúar. Fólk man eftir slæmu hlutunum sem áttu sér stað í forsetatíð hans.“

Biden rær nú lífróður eftir kappræður sem þóttu sterklega gefa til kynna að forsetinn glími við elliglöp. Stærstu miðlar Bandaríkjanna hafa í ritstjórnarefni sínu um helgina kallað eftir því að forsetinn stígi til hliðar og hleypi að frambjóðanda sem betur á sig kominn. Haldi Biden framboði sínu til streitu gæti það landað Trump aftur í embætti með tilheyrandi hörmungum fyrir bandarísku þjóðina.

Þessi þrýstingur kemur þó að utan, en flestir í herbúðum Biden og úr hópi demókrata hafa lýst yfir stuðningi við forsetann og segja hann vel færan um að sitja annað kjörtímabil.

Greiningaraðilar hafa líka komið með þá kenningu að líklega sé Biden sá eini sem geti haft betur gegn Trump. Það sé of seint að skipta um skipstjóra þegar ferðin er hafin.

Fox greinir frá

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Versti mislingafaraldurinn í tæp 30 ár

Versti mislingafaraldurinn í tæp 30 ár
Pressan
Í gær

Hákarl beit hendurnar af konu sem reyndi að taka mynd af honum

Hákarl beit hendurnar af konu sem reyndi að taka mynd af honum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þrjár ástæður fyrir að þú átt ekki að þrífa eyrun

Þrjár ástæður fyrir að þú átt ekki að þrífa eyrun
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað finnst yfirmanninum um þig? – Þetta eru merkin sem afhjúpa hann

Hvað finnst yfirmanninum um þig? – Þetta eru merkin sem afhjúpa hann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Greind 25 ára með 3. stigs ristilkrabbamein – Átti nokkrar klukkustundir eftir – Læknir sagði hana með magakveisu

Greind 25 ára með 3. stigs ristilkrabbamein – Átti nokkrar klukkustundir eftir – Læknir sagði hana með magakveisu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru störfin sem gera fólk óhamingjusamast

Þetta eru störfin sem gera fólk óhamingjusamast