fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Af hverju hafa karlmenn svona mikinn áhuga á brjóstum?

Pressan
Sunnudaginn 30. júní 2024 21:00

Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margar konur hafa eflaust upplifað það að augu karla hafi beinst aðeins of mikið að barmi þeirra. Margir karlar kannast örugglega við að hafa glápt á brjóst kvenna og að eiga erfitt með að slíta augum frá brjóstum og brjóstaskorum. En af hverju heilla brjóst kvenna karla svona mikið?

Á vef Videnskab.dk var reynt að leita svara við spurningunni um af hverju karlar hafa svona mikinn áhuga á brjóstum og var leitað til vísindamanna í því skyni.

Jes Søe Pedersen, þróunarlíffræðingur og lektor við Kaupmannahafnarháskóla, sagðist telja að það sé ansi áhugavert að skoða þetta út frá líffræðilegu sjónarhorni. „Menn eru algjör undantekning á þessu sviði. Það eru engin önnur dýr þar sem kynþroska kvendýr eru alltaf með brjóst, það er að segja einnig þegar þau eru ekki með afkvæmi á brjósti og þess vegna skerum við okkur úr,“ sagði hann.

Hann sagði að konur hafi ekki aðeins þróað brjóst til að geta haft börn á brjósti því það þurfi ekki brjóst til að geta gefið barni að drekka. Þetta geri að verkum að hægt sé að útiloka að konur hafi þróað brjóst af þessum sökum. Hann sagðist telja líklegt að brjóstin hafi þróast sem einhverskonar auglýsing sem var beint að körlum. En hvað þau auglýsa eru nokkrar tilgátur um, eða þrjár.

Brjóst eru tákn um kynþroska. „Önnur dýr geta fundið á lyktinni hvort kvendýrið sé reiðubúið en konur hafa ekki fengitíma og það er ekki hægt að á finna lyktinni hvort kona sé með egglos. Þess vegna verða konur að sýna að þær séu kynþroska og mikilvægar á annan hátt,“ sagði Pedersen. Hann sagði að konur verði að hafa greinilegt merki um að þær séu kynþroska og því hafi þær þróað stærri brjóst en önnur dýr. „Ef aðeins ætti að nota þau við brjóstagjöf þurfa þau í raun ekki að vera stærri en lítil a-skál,“ sagði hann.

Þau draga athygli margra karla að sér. Mynd:Getty

Brjóst eru tákn um forða. Pedersen sagði að brjóstin gætu einnig verið auglýsing fyrir að konan sé með næga fitu á líkamanum. „Það krefst einhvers að vera með auka fitu á líkamanum. Ef maður borðar nóg fær maður brjóst, rass og læri. Þess vegna geta brjóstin gefið til kynna að konan sé með nægan forða til að þróa brjóst og þar með til að ala barn og annast það, hún sýnir að hún er í góðu formi,“ sagði hann. Hann sagðist ekki vera sammála niðurstöðu rannsóknar sem sýnir að þeim mun stærri brjóst sem konur eru með þeim mun frjósamari séu þær. „Það er ekki hægt að segja að kona sé frjósamari eftir því sem brjóst hennar eru stærri. Meiri fita á líkamanum sýnir að maður sé í betra ástandi en brjóstastærðin hefur í sjálfu sér enga þýðingu fyrir hversu aðlaðandi kona er líffræðilega séð,“ sagði hann.

Brjóst eru merki um heilbrigði og góð gen. Pedersen sagði að brjóst geti einnig verið einhverskonar auglýsing fyrir almennt heilbrigði og góð gen. „Ef maður er með mikið magn estrogens eins og konur þá verður líkaminn auðveldar frekar skakkur og það getur til dæmis gerst með brjóstin sem geta verið mismunandi stór. En ef vel er hugsað um líkamann þá nær hann að bæta þetta upp og verða samhverfur.“ Hann sagði að konur sem eru með samhverf brjóst mjólki meira, eignist fleiri börn og eigi síður á hættu að fá brjóstakrabbamein. „Þess vegna er það merki um heilbrigði, truflanalausan þroska og góð gen ef brjóstin eru samhverf. Hversu samhverfur líkaminn er endurspeglar hversu vel maður er alinn.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað gerist í líkamanum þegar maður stundar vetrarböð?

Hvað gerist í líkamanum þegar maður stundar vetrarböð?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega