fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Pressan

Mikið áfall þegar hún komst að hvað unnusti hennar gerði móður hennar fyrir 23 árum

Pressan
Fimmtudaginn 27. júní 2024 04:02

Leslie Preer. Mynd:Lögreglan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Montgomery í Maryland í Bandaríkjunum handtók nýlega Eugene Teodor Gligor. Óhætt er að segja að handtakan hafi komið fyrrum unnustu hans mjög á óvart og verið henni mikið áfall en málið snýst um það sem kom fyrir móður hennar fyrir 23 árum.

Það var á maímorgni 2001 sem Leslie Preer mætti ekki til vinnu eins og hún var vön. Yfirmaður hennar fór því heim til hennar til að kanna af hverju Leslie, sem var fimmtug, hefði ekki mætt til vinnu.

Þegar hún kom í fjölbýlishúsið, þar sem Leslie bjó, sá hún blóð í stigaganginum og hafði því samband við lögregluna sem kom fljótlega á vettvang.

Þegar lögreglumenn fóru inn í íbúð Leslie fundu þeir hana látna og var hún með fjölda áverka á líkamanum. Það var því augljóst að um morð var að ræða. En rannsóknin skilaði ekki miklum árangri og eftir því sem árin liðu dró lögreglan úr rannsóknaraðgerðum sínum og að lokum endaði málið í flokki svokallaðra „kaldra mála“. Það hjálpaði lögreglunni lítt að DNA hafði fundist á morðvettvanginum.

En á síðustu árum hefur mikil þróun átt sér stað í rannsóknum á DNA í sakamálum og fyrir tveimur árum var málið tekið upp úr skúffu og eftir skoðun var ákveðið að senda blóð, sem fannst á morðvettvangi, til rannsóknarstofu sem sérhæfir sig í ættfræðirannsóknum út frá erfðafræðilegum gögnum.

Rannsóknaraðferðin gengur út á að leitað er að svörun við fyrirliggjandi DNA í hinum ýmsu gagnagrunnum. Með þessu er oft hægt að þrengja hringinn og nálgast gerandann.

Í tengslum við rannsóknina aflaði lögreglan sér DNA úr fyrrgreindum Eugene, sem er 44 ára, því hann kom til greina sem grunaður í málinu. Erfðaefni hans var borið saman við DNA sem fannst á morðvettvanginum og í kjölfarið var handtökuskipun gefin út á hendur honum.

Þegar skýrt var frá handtökunni í fjölmiðlum ræddi FOX5 við Lauren Peer, dóttur Leslie, og var henni mjög brugðið. „Þetta hefur verið hryllilegur dagur. Hann var kærastinn minn,“ sagði hún.

Hún sagði að hún og Eugene hafi alist upp í sama hverfi og hafi verið kærustupar á unglingsárunum og að fjölskyldur þeirra hafi þekkst vel.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni
Pressan
Í gær

Fjögur lykilatriði til að léttast

Fjögur lykilatriði til að léttast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfarþegi kvartaði undan ferfættum sætisfélaga – Netverjar ekki á einu máli

Flugfarþegi kvartaði undan ferfættum sætisfélaga – Netverjar ekki á einu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu sönnun þess að rúmlega 200 manns hafi lifað eldgosið í Vesúvíusi af

Fundu sönnun þess að rúmlega 200 manns hafi lifað eldgosið í Vesúvíusi af
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mafíuforinginn hafði passað sig vel áratugum saman – Síðan gleymdi hann sér í augnablik

Mafíuforinginn hafði passað sig vel áratugum saman – Síðan gleymdi hann sér í augnablik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fíll dró konu út úr bíl og traðkaði hana til bana

Fíll dró konu út úr bíl og traðkaði hana til bana
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir hamstra niðursuðumat – 300% söluaukning síðustu daga

Danir hamstra niðursuðumat – 300% söluaukning síðustu daga
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti vin sinn því hann taldi að hann hefði kallað á Stórfót til að drepa sig

Myrti vin sinn því hann taldi að hann hefði kallað á Stórfót til að drepa sig