fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Pressan

Dularfullur staur dúkkaði skyndilega upp í eyðimörkinni – Ekkert vitað um uppruna hans né úr hverju hann er

Pressan
Fimmtudaginn 27. júní 2024 04:04

Svona lítur hann út. Mynd:Las Vegas Police

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enginn veit hvernig hann endaði í eyðimörkinni í Nevada í Bandaríkjunum.  „Við sjáum margt undarlegt en sjáið þetta,“ skrifaði lögreglan á Facebook og birti mynd af honum.

Þetta er hár, rétthyrndur staur sem líkist einna helst einhverju úr vísindaskáldsögu. Hann fannst á Gas Peak göngusvæðinu sem er um klukkustundar akstur norðan við Las Vegas.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem staur af þessu tagi finnst í Bandaríkjunum og ekki minna dularfullt en í hin skiptin.

Hann fannst þegar lögreglan var við björgunarstörf í eyðimörkinni að sögn BBC. Það má kannski segja að hann líkist einna helst staur sem er í kvikmynd Stanley Kubrick, „2001: A Space Odyssey“, frá 1968.

Lögreglan hefur enga hugmynd um hvernig staurinn, sem er með spegilslétt yfirborð, endaði í eyðimörkinni. Hann hefur nú verið fjarlægður og fluttur á „öruggan“ stað að sögn lögreglunnar.

2020 fann þyrluflugmaður svipaðan staur þegar hann var við dýratalningar í Utah. Eins og nú, fannst engin skýring á því hvernig þessi dularfulli staur endaði í eyðimörkinni og skömmu eftir að hann fannst, hvarf hann. í kjölfarið fundust svipaðir staurar í Kaliforníu, Rúmeníu, Wales og Isle of Wight.

Margir hafa velt fyrir sér af hverju þessir staurar birtast og hver standi á bak við þetta. Bent hefur verið á að þeir líkist einhverju sem geimverur gætu hafa komið með til jarðarinnar en það er nú harla ólíklegt að svo sé.

Í kjölfar þess að fyrsti staurinn fannst 2020 beindist grunur margra að listamanninum John McCraken. New York Times velti því upp í grein hvort hann gæti verið maðurinn á bak við þetta en hann hafði áður gert listaverk sem líkjast staurunum. En það er ekki hægt að spyrja McCraken út í þetta því hann lést 2011.

Það er því enn óleyst ráðgáta hvaðan staurarnir koma og hver eða hverjir standa á bak við þetta.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni
Pressan
Í gær

Fjögur lykilatriði til að léttast

Fjögur lykilatriði til að léttast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfarþegi kvartaði undan ferfættum sætisfélaga – Netverjar ekki á einu máli

Flugfarþegi kvartaði undan ferfættum sætisfélaga – Netverjar ekki á einu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu sönnun þess að rúmlega 200 manns hafi lifað eldgosið í Vesúvíusi af

Fundu sönnun þess að rúmlega 200 manns hafi lifað eldgosið í Vesúvíusi af
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mafíuforinginn hafði passað sig vel áratugum saman – Síðan gleymdi hann sér í augnablik

Mafíuforinginn hafði passað sig vel áratugum saman – Síðan gleymdi hann sér í augnablik
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fíll dró konu út úr bíl og traðkaði hana til bana

Fíll dró konu út úr bíl og traðkaði hana til bana
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir hamstra niðursuðumat – 300% söluaukning síðustu daga

Danir hamstra niðursuðumat – 300% söluaukning síðustu daga
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti vin sinn því hann taldi að hann hefði kallað á Stórfót til að drepa sig

Myrti vin sinn því hann taldi að hann hefði kallað á Stórfót til að drepa sig