fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Pressan

Danir hamstra niðursuðumat – 300% söluaukning síðustu daga

Pressan
Miðvikudaginn 26. júní 2024 08:00

Danir hamstra niðursuðumat þessa dagana og nýtur Netto góðs af. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margt bendir til að Danir taki hvatningu yfirvalda um að koma sér upp neyðarvistum til þriggja daga alvarlega. Troels Lund Poulsen, varnarmálaráðherra, kynnti ráðleggingar yfirvalda fyrir rúmri viku og síðan hafa verslanir upplifað mikla söluaukningu á ýmsum matvælum miðað við sama tíma á síðasta ári.

Forstjóri Salling Group, sem er stærsta smásöluverslunarkeðja landsins, sagði í samtali við Danska ríkisútvarpið að strax daginn eftir að Poulsen kynnti ráðleggingarnar hafi ákveðna vörur farið að seljast meira en venjulega. Til dæmis er söluaukningin á niðursuðumat 300%, meðal annars á niðursoðnum kjötréttum á borð við spaghettí í sósu, pylsum og kjötbollum.

80% söluaukning hefur orðið á túnfiski og makríl í dósum og 70% söluaukning hefur orðið á vatni í 2 líra flöskum.

Í leiðbeiningum dönsku almannavarnanna er fólk hvatt til að eiga birgðir til þriggja daga. Þar á meðal þrjá lítra af vatni á mann fyrir hvern sólarhring. Það sama gildir um mat, hann á að duga í þrjá daga. Þetta þarf að vera matur sem þolir að vera ekki í ísskáp eða frysti og helst matur sem ekki þarf að elda.

Fólk er einnig hvatt til að eiga gas til að geta hitað eða eldað mat ef svo ber undir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni
Pressan
Í gær

Fjögur lykilatriði til að léttast

Fjögur lykilatriði til að léttast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfarþegi kvartaði undan ferfættum sætisfélaga – Netverjar ekki á einu máli

Flugfarþegi kvartaði undan ferfættum sætisfélaga – Netverjar ekki á einu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu sönnun þess að rúmlega 200 manns hafi lifað eldgosið í Vesúvíusi af

Fundu sönnun þess að rúmlega 200 manns hafi lifað eldgosið í Vesúvíusi af
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mafíuforinginn hafði passað sig vel áratugum saman – Síðan gleymdi hann sér í augnablik

Mafíuforinginn hafði passað sig vel áratugum saman – Síðan gleymdi hann sér í augnablik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fíll dró konu út úr bíl og traðkaði hana til bana

Fíll dró konu út úr bíl og traðkaði hana til bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikið áfall þegar hún komst að hvað unnusti hennar gerði móður hennar fyrir 23 árum

Mikið áfall þegar hún komst að hvað unnusti hennar gerði móður hennar fyrir 23 árum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Myrti vin sinn því hann taldi að hann hefði kallað á Stórfót til að drepa sig

Myrti vin sinn því hann taldi að hann hefði kallað á Stórfót til að drepa sig