Samantha og Aric fóru í golfbíl þegar þau yfirgáfu veisluna en ekki vildi betur til en svo að ölvaður ökumaður ók á golfbílinn með þeim afleiðingum að Samantha lést og Aric slasaðist alvarlega.
Samantha var enn í brúðarkjólnum þegar hún var úrskurðuð látin á sjúkrahúsi og tvísýnt var hvort Aric myndi lifa slysið af. Ökumaðurinn sem keyrði á golfbílinn var hin 25 ára gamla Jamie Lee Komoroski, en hún hafði verið á pöbbarölti áður en hún settist undir stýri. Auk þess að vera ölvuð ók hún á allt að þreföldum hámarkshraða þar sem slysið varð.
Þrátt fyrir að hún hafi verið áberandi ölvuð héldu barþjónar áfram að selja henni áfengi og/eða leyfa henni að drekka áfengi á stöðunum.
Aric höfðaði mál gegn þremur börum og sem seldu Jamie áfengi þetta örlagaríka kvöld og nú hefur samkomulag náðst í málinu. Staðirnir hafa fallist á að greiða Aric 860 þúsund dollara, jafnvirði 120 milljóna króna, í bætur gegn því að falllið verði frá frekari málsókn.
Jamie Lee var ákærð í málinu og bíður hún enn réttarhalda. Hún er í stofufangelsi en gæti átt yfir höfði sér 25 ára fangelsi verði hún sakfelld í öllum ákæruliðum.