fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Pressan

Átt þú gullmola í geymslunni – 80´s leikföngin sem seljast fyrir stórfé

Ragna Gestsdóttir
Mánudaginn 24. júní 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við sem erum komin á miðjan aldur og hærra í aldri könnumst líklega flest við það að geymslan er yfirfull af alls konar dóti, mis verðmætum og mis mikilvægum. Meðan geymslan tekur við þá setjum við inn í hana og spáum líklega lítið í hvað allt þetta dót kostar. 

Nora Curl, sérfræðingur í safngripum, sem metur allt að þúsund hluti á mánuði, segir í grein DailyMail í dag að mörg leikföng frá níunda áratugnum, séu mikils virði. Og þrátt fyrir að búið sé að taka leikfangið úr upphaflegum umbúðum og leika með það þá geti fólk samt selt leikfangið á uppboði.

Star Wars leikfang án umbúða hefur selst á 12.500 dali, en He-Man leikföng sem hafa aldrei verið opnuð eru enn meira virði. Og áratugum síðar eru gamlar Star Wars-fígúrur, My Little Pony-hestarnir og fleiri leikföng mikils virði.

„Ef ert svo heppinn að eiga foreldra sem höfðu efni á að gefa þér fullt af leikföngum á þessum tíma þegar þú varst barn, þá seljast mörg af þessum leikföngum fyrir háar fjárhæðir í dag, um 40+ árum síðar,“ segir Curl.

Curl hefur metið fornmuni í áratugi, og hefur sérfræðiþekkingu á safngripum níunda áratugarins, eftir að hún byrjaði sjálf að safna þeim sem barn níunda áratugarins. Safnaði hún hundruðum Kálgarðsbarna (e. Carbage Pail Kids).

„Níundi áratugurinn var gósentíð fyrir krakka til að hvetja foreldra sína til að kaupa handa þeim leikföng og græjur. Sjónvarpsþættir og kvikmyndir voru upp á sitt besta og fjölmörg sérleyfi í gangi um að gefa út leikfanga- og græjulínur. Stórar og vinsælar kvikmyndir og teiknimyndir um helgar bjuggu til vörumarkaðssvið sem skilaði hagnaði fyrir fyrirtæki og framleiðslufyrirtæki um allan heim.“

Týnd eru til dæmi um nokkur leikföng frá níunda áratugnum sem hafa skilað eiganda sínum góðum ágóða. 

Star Wars Vlix fígúra frá 1986 

Fígúran var hluti af Droids seríu sem gefin var út í stuttan tíma, Fromm Gang yfirmaður öryggismála Male Anoo-dat Blue. Munu aðeins 50 eintök hafa verið framleidd. Fígúran hefur selst í upprunalegum umbúðum fyrir 19.470 – 45.430 dali, á árunum 2018 – 2021. Að sögn Curl getur fígúran umbúðalaus selst á 4.000 – 12.500 dali.

Fullt af öðrum Star Wars fígúrum, sérstaklega þeim í upprunalegum umbúðum, getur skilað þúsundum eða hundruðum dala.

My Little Pony Rapunzel

My Little Pony hestarnir voru gríðarlega vinsælir og mörg börn áttu hinn vænsta hestabúgarð á níunda áratugnum. Leikfangahestarnir voru sýn Bonnie Zacherle, sem ólst upp með þá ósk að eignast sinn eigin hest. Hún fékk vinnu hjá Hasbro og hleypti af stokkunum fyrsta My Little Pony árið 1982 sem varð að teiknimyndasjónvarpsþætti fjórum árum síðar.

„My Little Pony var vinsæl leikfangalína og morgunteiknimynd, Rapunzel Pony hefur selst frá 1.200 – 5.879 dali,“ segir Curl.

She-Ra kristalshöll

She-Ra kom til sögunnar sem ofurhetja árið 1985 og síðar kom í ljós að hún var löngu týndur tvíburi He-Man. MörgHe-Man leikföng eru mjög verðmæt, sem dæmi má nefna He-Man meistari alheimsins, frá 1986, seldist í upprunalegum umbúðum árið 2018 fyrir 10.000 dali á Ebay.

„She-Ra og Princess of Power Crystal Palace, í fullkomnu ástandi í upprunalegum umbúðum, hefur selst fyrir 600 – 1.274 dali,“ segir Curl.

Indiana Jones Well of Souls sett

Kvikmyndirnar um ævintýragjarna fornleifafræðinginn Indiana Jones eru sívinsælar og leikföngin seljast fyrir háar upphæðir, sérstaklega þau sem komu út í takmörkuðu upplagi.

Indiana Jones Well of Souls hefur selst á 1.500 – 2.400 dali, en Pinball vél með kappanum er metin á 5.000 – 11.000 dali.

Kálgarðsbörn Xavier Roberts

Cabbage Patch dúkkurnar, sem upphaflega voru kallaðar Little People, komu í sölu seint á áttunda áratugnum, en urðu vinsælasta leikfangið árið 1983.

Börn dýrkuðu dúkkurnar með dúkku í andliti vegna þess að þetta var í fyrsta skipti sem nokkurt leikfang var líkt. Foreldrar rifu dúkkurnar úr hillunum fyrir jól og á Black Friday sölum.

Eins og áður sagði leyfðu foreldrar Curl henni að safna dúkkunum, en sjálf þræddu þau fornsölur og uppboðsmarkaði um helgar.

„Fyrstu kaupin mín voru upprunaleg mjúk skúlptúr hvítkálsbrúðu eftir Xavier Roberts, gerð hjá Babyland General. Þessar upprunalegu mjúku andlitsdúkkur geta nú selst fyrir 1.000 dali, og sjaldgæfar, fyrstu eintaks dúkkur fyrir 10 – 15.000 dali. Árið 2017 seldist ein af fyrstu framleiddu dúkkunum þeirra fyrir 75.000 dali á Ebay.“

Gúmmíútgáfurnar, fjöldaframleiddar af Coleco, jafnvel í upprunalegum umbúðum, seljast hins vegar undir 50 dölum. Þó með örfáum undantekningum.

Kærleiksbjörn frá 1986

Mjúku Kærleiksbirnirnir (e. Care Bear) nutu mikilla vinsælda, en yfir 40 milljón eintök voru seld á árunum 1983 – 1987. Verðgildi þeirra er almennt ekki mikið í dag, 20 – 50 dalir. Sum sjaldgæf eintök geta þó selst fyrir 1.000 – 2.750 dali, eins og þessi Noble Heart Horse Care Bear Cousin frá árinu 1986.

G1 Series Optimus Prime frá 1984

Transformers leikfangalínan kom á markað árið 1984, fylgt eftir með teiknimyndasögum og sjónvarpsseríu. Frá 2019 – 2023 hefur stór stærð G1 Series Optimus Prime gefin út 1984, með upprunalegum kassa, selst á 15.000 dali og nú síðast á 41.200 dali á Ebay.

Wonders of Wonder Teddy Ruxpin 

Teddy Ruxpin bangsinn var með hreyfanlegum munni og augum. Hann gat einnig „talað“ í gegnum innbyggt kassettutæki, sem gerði bangsanum kleift að segja sögur og syngja lög.

Teddy Ruxpin kom út árið 1985 og kostaði 70 dali. Að sögn Curl seljast bangsarnir fyrir 200 – 400 dali í upprunalegum umbúðum. Worlds of Wonder Teddy Ruxpin dúkkur hafa náð endursöluverði á 500 – 1.500 dali að hennar sögn.

Draugabanabíllinn

Kvikmyndin Ghostbusters frá 1984 sló í gegn í kvikmyndahúsum, í kjölfarið fylgdu fleiri kvikmyndir, teiknimyndir, leikföng og fleira. 

Draugabanabíllinn, Real Ghostbusters ECTO-1A eftir Kenner, frá 1989 er nú auglýstur á Ebay á 395 dali, notaður en í upprunalegum umbúðum.

Nú er um að gera að hugsa vel um leikföngin sem keypt eru í dag, mögulega skila þau eiganda sínum stórfé eftir nokkra áratugi í geymslunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni
Pressan
Í gær

Fjögur lykilatriði til að léttast

Fjögur lykilatriði til að léttast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfarþegi kvartaði undan ferfættum sætisfélaga – Netverjar ekki á einu máli

Flugfarþegi kvartaði undan ferfættum sætisfélaga – Netverjar ekki á einu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu sönnun þess að rúmlega 200 manns hafi lifað eldgosið í Vesúvíusi af

Fundu sönnun þess að rúmlega 200 manns hafi lifað eldgosið í Vesúvíusi af
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mafíuforinginn hafði passað sig vel áratugum saman – Síðan gleymdi hann sér í augnablik

Mafíuforinginn hafði passað sig vel áratugum saman – Síðan gleymdi hann sér í augnablik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fíll dró konu út úr bíl og traðkaði hana til bana

Fíll dró konu út úr bíl og traðkaði hana til bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikið áfall þegar hún komst að hvað unnusti hennar gerði móður hennar fyrir 23 árum

Mikið áfall þegar hún komst að hvað unnusti hennar gerði móður hennar fyrir 23 árum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir hamstra niðursuðumat – 300% söluaukning síðustu daga

Danir hamstra niðursuðumat – 300% söluaukning síðustu daga