fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Pressan

Óvænt uppgötvun varðandi hvað hafi valdið ísöld fyrir tveimur milljónum ára

Pressan
Sunnudaginn 23. júní 2024 19:30

Teikning af því þegar jörðin fór inn í gas- og rykský. Mynd:Robert Lea

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn telja að jörðin hafi misst vernd sólarinnar um skamma hríð fyrir um tveimur milljónum ára. Það gerði að verkum að efni utan úr geimnum áttu greiða leið niður að plánetunni, þar á meðal efni sem komu annars staðar frá en úr sólkerfinu okkar. Þannig komst jörðin í snertingu við þétt gas- og rykský þegar sólkerfið þau um geiminn.

Á þessum tíma voru fyrstu mennirnir komnir fram á sjónarsviðið og deildu jörðinni með forsögulegum dýrum. Þá ríkti ísöld sem lauk ekki fyrr en fyrir um 12.000 árum.

Margir þætti valda því að ísöld verður, þar á meðal halli jarðarinnar, snúningur hennar, magn koltvíoxíðs í andrúmsloftinu, hreyfingar á jarðskorpuflekum og eldgos.

Út frá kenningu vísindamanna um hvenær jörðin þaut í gegnum geiminn utan sólkerfisins, þá virðist sem miklar breytingar hafi orðið á loftslagi hennar á þessum tíma. Til dæmis hafi ísöld hafist og lokið en þar gæti áhrifa gætt frá stöðu sólkerfisins í Vetrarbrautinni.

Vísindamennirnir telja að niðurstöður þeirra bendi til að sólkerfið hafi farið í gegnum þétt gas og ryk á ferð sinni um Vetrarbrautina fyrir tveimur milljónum ára. Þetta gæti hafa verið svo þétt að þetta hafi raskað streymi hlaðinna agna, sem kallast sólvindur, frá sólinni til jarðarinnar. Þetta hafi hugsanlega valdið því að hitinn hríðféll.

Í tilkynningu frá Merav Opher, aðalhöfundi rannsóknarinnar, segir að rannsóknin sé sú fyrsta sem sýni að sólin hafi komist í snertingu við eitthvað sem koma ekki úr sólkerfinu okkar. Þetta hafi haft áhrif á loftslagið á jörðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni
Pressan
Í gær

Fjögur lykilatriði til að léttast

Fjögur lykilatriði til að léttast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfarþegi kvartaði undan ferfættum sætisfélaga – Netverjar ekki á einu máli

Flugfarþegi kvartaði undan ferfættum sætisfélaga – Netverjar ekki á einu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu sönnun þess að rúmlega 200 manns hafi lifað eldgosið í Vesúvíusi af

Fundu sönnun þess að rúmlega 200 manns hafi lifað eldgosið í Vesúvíusi af
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mafíuforinginn hafði passað sig vel áratugum saman – Síðan gleymdi hann sér í augnablik

Mafíuforinginn hafði passað sig vel áratugum saman – Síðan gleymdi hann sér í augnablik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fíll dró konu út úr bíl og traðkaði hana til bana

Fíll dró konu út úr bíl og traðkaði hana til bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikið áfall þegar hún komst að hvað unnusti hennar gerði móður hennar fyrir 23 árum

Mikið áfall þegar hún komst að hvað unnusti hennar gerði móður hennar fyrir 23 árum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir hamstra niðursuðumat – 300% söluaukning síðustu daga

Danir hamstra niðursuðumat – 300% söluaukning síðustu daga