fbpx
Sunnudagur 19.janúar 2025
Pressan

Foreldrar varaðir við að láta ekki börnin lenda í „lúxusgildrunni“

Pressan
Laugardaginn 22. júní 2024 12:30

Það er ákjósanlegra að láta börnin safna fyrir því sem þau vilja eignast. Mynd/Pexels

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vasapeningafyrirkomulagið, þegar foreldrar skaffa börnum sínum ákveðna upphæð með reglulegu millibili, virðist njóta minnkandi vinsælda ef marka má hagfræðing hjá Nordea-bankanum í Danmörku.

Þess í stað eru foreldrar farnir að láta börnin fá pening eftir þörfum sem getur verið varasöm þróun, að mati Idu Mariu Moesby sem starfar sem hagfræðingur neytendamála hjá bankanum.

„Ef börn og unglingar læra ekki á það hvernig á að sjá um fjármálin geta þau lent í „lúxusgildrunni“ þar sem þau eyða um efni fram síðar á lífsleiðinni og lenda í skuldavandræðum,“ segir Ida í samtali við TV2.

Í fréttinni er vísað í könnun sem gerð var meðal rúmlega þúsund foreldra barna á aldrinum 6 til 17 ára. Leiddi hún í ljós að um þriðjungur barna fær engan vasapening heldur skaffa foreldrarnir þeim pening eftir þörfum, til dæmis þegar farið er í bíó eða þegar þau sjá eitthvað sem þau vilja kaupa.

Anne Juel Jørgensen, ráðgjafi hjá Danske Bank, segir að mörg börn fái ekki nógu góða þjálfun heima fyrir þegar kemur að fjármálum.

„Það er bara hægt að nota sama peninginn einu sinni. Ef mamma og pabbi millifæra peninginn strax inn á reikninginn þá eru líkur á að börnin taki peningum sem sjálfsögðum hlut, eitthvað sem er alltaf þarna,“ segir Anne og bætir við að vasapeningafyrirkomulagið sé betra. Með því læri börn að spara og safna fyrir því sem þau virkilega langar í.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“

Elon Musk setti tölvuleikjasamfélagið á hliðina og er sakaður um svindl – „Almáttugur, þetta er næstum því of heimskulegt til að vera satt“
Pressan
Fyrir 2 dögum

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni

YouTube-stjarnan Mr. Beast vill bjarga Bandaríkjamönnum frá TikTok-banni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi

Þýskur nýnasisti skiptir um kyn til að freista þess að fá að afplána í kvennafangelsi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma

Vara við sjúkdómi sem hefur smitað níu og drepið átta á skömmum tíma
Pressan
Fyrir 4 dögum

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann

Sjáðu viðbrögðin: Í áfalli eftir að hafa fundið hundinn sinn eftir að húsið brann
Pressan
Fyrir 5 dögum

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni

Datt í lukkupottinn þegar hann gramsaði í ruslatunnunni sinni