fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Pressan

Vinkonurnar fundust skornar á háls árið 1996 – Nú eru komnar nýjar upplýsingar í málinu

Pressan
Föstudaginn 21. júní 2024 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 1. júní árið 1996 fundust vinkonurnar Julianne Williams og Laura Winans látnar. Þær höfðu farið í ferðalag inn í Shenandoah-þjóðgarðinn í Virginíu í Bandaríkjunum þar sem þær hugðust tjalda og hafa það notalegt í ósnortinni náttúrunni.

Sjónin sem mætti þeim sem komu að Julianne og Lauru látnum var skelfileg. Þær voru bundnar á höndum og fótum og höfðu verið skornar á háls. Þrátt fyrir ítarlega leit að morðingjanum á sínum tíma fannst hann ekki.

Nú telur lögregla sig vera búna að komast að því hver morðinginn var með aðstoð DNA-rannsóknar. Hann verður þó aldrei dæmdur fyrir morðin því hann lést árið 2018.

Hinn grunaði í málinu hét Walter Jackson og var dæmdur raðnauðgari. Hann lést sjötugur að aldri í fangelsi í Cuyahoga-sýslu í Ohio en hann hafði verið dæmdur fyrir nauðganir og mannrán fjórum sinnum áður en hann lést.

Rannsókn málsins hófst að nýju árið 2021 þegar deild innan bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, sem skoðar óupplýst sakamál, sendi DNA-snið í rannsókn sem tekið var á vettvangi morðanna árið 1996. Kom það heim og saman við DNA-snið sem fundust í kynferðisglæpunum sem Walter hafði verið dæmdur fyrir.

Stanley Meador, fulltrúi FBI sem fór með rannsókn málsins, segir við bandaríska fjölmiðla að nú sé til skoðunar hvort Jackson tengist öðrum óupplýstum morðmálum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni
Pressan
Í gær

Fjögur lykilatriði til að léttast

Fjögur lykilatriði til að léttast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfarþegi kvartaði undan ferfættum sætisfélaga – Netverjar ekki á einu máli

Flugfarþegi kvartaði undan ferfættum sætisfélaga – Netverjar ekki á einu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu sönnun þess að rúmlega 200 manns hafi lifað eldgosið í Vesúvíusi af

Fundu sönnun þess að rúmlega 200 manns hafi lifað eldgosið í Vesúvíusi af
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mafíuforinginn hafði passað sig vel áratugum saman – Síðan gleymdi hann sér í augnablik

Mafíuforinginn hafði passað sig vel áratugum saman – Síðan gleymdi hann sér í augnablik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fíll dró konu út úr bíl og traðkaði hana til bana

Fíll dró konu út úr bíl og traðkaði hana til bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikið áfall þegar hún komst að hvað unnusti hennar gerði móður hennar fyrir 23 árum

Mikið áfall þegar hún komst að hvað unnusti hennar gerði móður hennar fyrir 23 árum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir hamstra niðursuðumat – 300% söluaukning síðustu daga

Danir hamstra niðursuðumat – 300% söluaukning síðustu daga