fbpx
Mánudagur 01.júlí 2024
Pressan

Nýfundin „risaveira“ gæti verið góð fyrir okkur

Pressan
Föstudaginn 21. júní 2024 08:00

Veirur er mismunandi en þessi nýfundna gæti komið að góðu gagni. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn hafa fundið nýja „risaveiru“ á Grænlandsjökli. Þetta gæti verið ein af betri uppgötvununum sem gerð hefur verið á jöklinum.

Ástæðan er að veiran getur dregið úr því hversu hratt jökullinn bráðnar. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn vísindamanna við Árósaháskóla. „Það er margt sem við vitum ekki enn um risaveirur en sumt bendir til að þær geti komið að gagni við að hægja á bráðnun íss af völdum þörunga,“ er haft eftir Laura Perini í fréttatilkynningu að sögn TV2. Hún er nýdoktor og aðalhöfundur rannsóknarinnar.

Hvað er „risaveira?“

Risaveira er veirutegund sem gerir að verkum að ekki eru of margar veirur á sama staðnum, til dæmis þörungar.

Risaveira getur sjálf framleitt prótín og það gerir hana mjög ólíka venjulegum veirum.

Nafnið er dregið af stærðinni en veira af þessari tegund getur orðið allt að 2,5 míkrómetrar en það er mun stærra en flestar bakteríur. Yfirleitt eru veirur miklu minni en bakteríur. Venjuleg veira er 20 til 200 nanómetrar að lengd en baktería er 2 til 3 míkrómetrar. Veira er því venjulega um 1.000 sinnum minni en baktería.

Þörungar auka bráðnun

Þegar sólin hækkar á lofti yfir norðurheimskautasvæðinu að vori, vakna dýrin til lífsins en það eru ekki bara dýrin sem vakna af völdum hlýrra sólargeisla. Það gera þörungar einnig. Þeir byrja að blómstra ofan á ísnum. Vandinn við þá er að þeir lita ísinn svartan. Það gerir að verkum að ísinn endurkastar minna sólarljósi, sem síðan veldur því að hann bráðnar hraðar. Hraðari bráðnun, hraðar loftslagsbreytingunum.

Perini og samstarfsfólk hennar segja að risaveiran, sem þrífst á jöklinum, geti smitað þörungana og þannig takmarkað útbreiðslu þeirra.  Perini segir að ekki liggi fyrir hvernig sé hægt að nota risaveirurnar í þessu sambandi en vonast sé til að hægt verði að varpa ljósi á það með frekari rannsóknum.

Ef hægt verður að nota risaveirurnar, þá hefur það mikinn ávinning í för með sér fyrir Grænlandsjökul. Færri þörungar þýða að ísinn verður hvítari og getur þannig endurkastað meira sólarljósi og þannig hægir á bráðnuninni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni

Hélt að hann hefði unnið í lottó þegar hann kynntist henni
Pressan
Í gær

Fjögur lykilatriði til að léttast

Fjögur lykilatriði til að léttast
Pressan
Fyrir 2 dögum

Flugfarþegi kvartaði undan ferfættum sætisfélaga – Netverjar ekki á einu máli

Flugfarþegi kvartaði undan ferfættum sætisfélaga – Netverjar ekki á einu máli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fundu sönnun þess að rúmlega 200 manns hafi lifað eldgosið í Vesúvíusi af

Fundu sönnun þess að rúmlega 200 manns hafi lifað eldgosið í Vesúvíusi af
Pressan
Fyrir 3 dögum

Mafíuforinginn hafði passað sig vel áratugum saman – Síðan gleymdi hann sér í augnablik

Mafíuforinginn hafði passað sig vel áratugum saman – Síðan gleymdi hann sér í augnablik
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fíll dró konu út úr bíl og traðkaði hana til bana

Fíll dró konu út úr bíl og traðkaði hana til bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mikið áfall þegar hún komst að hvað unnusti hennar gerði móður hennar fyrir 23 árum

Mikið áfall þegar hún komst að hvað unnusti hennar gerði móður hennar fyrir 23 árum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Danir hamstra niðursuðumat – 300% söluaukning síðustu daga

Danir hamstra niðursuðumat – 300% söluaukning síðustu daga