fbpx
Sunnudagur 23.febrúar 2025
Pressan

Trumpaður út í Fox eftir viðtal við fyrrum þingforseta – „Enginn getur nokkurn tímann treyst Fox fréttastofunni“

Pressan
Fimmtudaginn 20. júní 2024 21:41

Donald Trump Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump er ekki ánægður með Fox fréttastofuna og lýsti því yfir í gær að „enginn geti nokkurn tímann treyst“ fréttum þaðan.

Talið er að Trump sé þarna að bregðast við ummælum fyrrum forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, Paul Ryan, sem féllu í síðustu viku hjá Fox. Þar sagði Ryan að Trump væri ófær um að taka aftur við embætti forsetans.

„Enginn getur nokkurn tímann treyst Fox fréttastofunni, og ég er einn af þeim,“ sagði Trump og fór ófögrum orðum um Ryan sem hann kallaði aumkunarverðan og óheiðarlegan mann sem hafi verið misheppnaður þingforseti.

Ummæli Ryan beindust að persónu fyrrum Bandaríkjaforsetans. Ryan sagði að þar sem Trump líti á sjálfan sig sem æðri stjórnarskrá landsins þá sé hann ekki hæfur til að gegna jafn mikilvægu embætti. Ryan, sem er repúblikani líkt og Trump, gekk skrefinu lengra og kenndi Trump um nýlega ósigra flokksins.

„Hann er búinn að kosta okkur öldungadeildarþingið í tvígang. Hann mun kosta okkur fulltrúadeildina því hann er að bjóða sig fram, hann er að koma sér í gegnum forvalið með fólki sem getur ekki sigrað almennar kosningar, bara því það er húsbóndahollt.“

Trump tekur því að jafnaði nærri sér þegar Fox, sem að jafnaði er uppáhalds sjónvarpsstöðin hans, leyfir fólki að gagnrýna hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta

Vilja að fólk gangi í hjónaband og eignist börn – Enginn hlustar á þetta
Pressan
Í gær

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum

Missouri stefnir Starbucks – Segir að fjölbreytileikastefnan hafi komið niður á viðskiptavinum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri

Snarráður 12 ára drengur sló innbrotsþjóf í klofið með hamri
Pressan
Fyrir 2 dögum

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“

Mikill ótti eftir að lík fannst í tösku – „Allir eru hræddir“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi

Faðirinn sá eini úr fjölskyldunni sem enn er á lífi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu

Bankastarfsfólki sagt að finna sér aðra vinnu ef það sættir sig ekki við nýja reglu