fbpx
Miðvikudagur 05.febrúar 2025
Pressan

Krókódíll reyndi að ná börnum – Endaði með að vera skotinn og borðaður af bæjarbúum

Pressan
Fimmtudaginn 20. júní 2024 06:30

Mynd úr safni.. Mynd-Wikimedia Commons/Matthew Field

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Vandamálakrókódíll“ sem eltist við bæði börn og fullorðna galt fyrir þessa hegðun sína með lífi sínu og var síðan borðaður af bæjarbúum í nærliggjandi bæ.

Sky News skýrir frá þessu og hefur eftir áströlsku lögreglunni að krókódíllinn hafi verið um 3,6 metrar á lengd og hafi „flutt inn“ í Baines ána fyrr á árinu í kjölfar mikilla flóða.

Eftir að hafa fundið sér þessi nýju heimkynni byrjaði krókódíllinn að eltast við börn og fullorðna sem komu of nærri ánni. Hann náði þó ekki neinu fólki en fjöldi hunda lenti í kjafti hans.

Eftir viðræður við íbúa á svæðinu, sem eru flestir af frumbyggjaættum, var ákveðið að skjóta krókódílinn til að tryggja að fólki stæði ekki ógn af honum.

Skrokkur hans var síðan fluttur til bæjarins Bulla þar sem bæjarbúar matreiddu hann á hefðbundinn hátt að sögn lögreglunnar með því að grilla hann og hali hans var notaður í súpu.

Krókódílar hafa birst á mörgum stöðum í Ástralíu þar sem þeir hafa aldrei áður sést. Ástæðan er að mikil flóð hafa verið víða í landinu á síðustu misserum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Óvissunni loks lokið
Pressan
Í gær

Fyrrum ráðherra ómyrkur í máli um fyrstu vikur Trump í embætti – „Þetta er jafnvel verra en ég hafði séð fyrir mér“

Fyrrum ráðherra ómyrkur í máli um fyrstu vikur Trump í embætti – „Þetta er jafnvel verra en ég hafði séð fyrir mér“
Pressan
Í gær

Kyssti fjölskylduna góða nótt og hvarf sporlaust – 12 ára og gengin 9 mánuði á leið

Kyssti fjölskylduna góða nótt og hvarf sporlaust – 12 ára og gengin 9 mánuði á leið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ýmsu er ósvarað í tengslum við hvarf systranna

Ýmsu er ósvarað í tengslum við hvarf systranna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Útilokar ekki hernaðaraðgerðir gegn Mexíkó – „Allir möguleikar eru opnir“

Útilokar ekki hernaðaraðgerðir gegn Mexíkó – „Allir möguleikar eru opnir“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið

Dularfullar myndir frá Mars valda fjaðrafoki hjá samsæriskenningasmiðum – Musk vill rannsaka málið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna áttu ekki að kaupa mandarínur í neti

Þess vegna áttu ekki að kaupa mandarínur í neti
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast

Dreymir þig um blettalaust baðherbergi? Klósettpappírstrixið getur látið drauminn rætast
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta eru ókostirnir við airfryer sem sölumenn gleyma oft að nefna

Þetta eru ókostirnir við airfryer sem sölumenn gleyma oft að nefna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni

Þetta áttu aldrei að hita í örbylgjuofni