Sky News skýrir frá þessu og segir að Reynolds hafi búið hjá foreldrum sínum og er hann sagður hafa verið ósköp venjulegur unglingur.
Saksóknari sagði fyrir dómi að Reynolds sé nýnasisti sem telji að hvíta kynstofninum „sé ætlað að ráða yfir restinni af mannkyninu“. Saksóknarinn sagði einnig að það sé ekki nóg með að Reynolds aðhyllist hugmyndafræði nýnasista, hann hafi verið að undirbúa sig undir að hrinda hugmyndafræðinni í framkvæmd.
Þegar hann var handtekinn fann lögreglan upplýsingar í farsíma hans þar sem hann sagði kominn tíma til aðgerða og að hann ætlaði að enda líf sitt á því að „láta hlutverkaleik verða að alvöru“. Einnig var stutt myndband þar sem Hove bænahúsið var sýnt að utanverðu. Hann hafði upplýsingar um heimilisfangið og hvar eftirlitsmyndavélar eru staðsettar sem og neyðarútgangar.