Um var að ræða eitraða snákategund og gætu einhverjir þurft að horfa lengi á myndina hér að ofan til að koma auga á hann. Atvikið átti sér stað í Queensland í Ástralíu hvar íbúar eru býsna vanir fjölskrúðugu dýralífi og voru það foreldrar ungrar stúlku sem fundu snákinn í rúminu hennar.
Snákategundin sem um ræðir er eitruð og kallast Red-bellied black snake. Eins og nafnið gefur til kynna er snákurinn að mestu svartur en rauður á maganum.
Samkvæmt Australian Geographic koma upp nokkur tilvik á ári þar sem snákar af þessari tegund bíta fólk, en enn sem komið er hefur ekkert dauðsfall orðið.
Snákurinn var fjarlægður en grunur leikur á að hann hafi komist inn í húsið í gegnum opna útidyrahurð.