fbpx
Miðvikudagur 26.júní 2024
Pressan

Samfélagið brjálað eftir að moldríkir sumarhúsaeigendur beittu brögðum fyrir betra útsýni – Sagt dæmi um firringu auðvaldsins

Pressan
Miðvikudaginn 19. júní 2024 20:30

Mynd/wikipedia commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Peningar og völd haldast ekki alltaf í hendur við greind, menntun og siðferði,“ segir formaður bæjarráðsins í Maine. Tom Hedstrom vísar þar til hreint ótrúlegs máls sem komið er upp litlu hverfi sem liggur við sjóinn þar sem valdamikil fjölskylda ákvað að bæta útsýni sitt með því að eitra fyrir trjám sem byrgðu þeim sýn.

AP fréttastofan greinir frá því að furðuleg morðgáta sé komin upp í þessu litla hverfi í Maine. Fórnarlömbin eru þó ekki manneskjur heldur trjágrjóður sem hlaut ekki náð í augum auðugrar fjölskyldu sem vildi sjávarútsýni. Fjölskyldan er sökuð um að hafa eitrað fyrir trjám nágranna sinna til að fá útsýni yfir Camden höfnina.

Lisa Gorman er ekkja Leon Gorman, fyrrum forstjóra verslunarrisans L.L. Bean. Hún á eign við Camden höfnina í Maine. Fyrir aftan heimili hennar, lengra upp hæðina er sumarhús Bond fjölskyldunnar. Amelia Bond er athafnakona og fyrrum forstjóri sjóðs sem er metinn á hátt í hundrað milljarða.

Árið 2022 hafði Amelia samband við Lisu og sagðist hafa tekið eftir því að tré hennar væru orðin hálf slöpp. Hún bauðst til að taka þátt í því að fella eikurnar. Lisa hafði tekið eftir ástandi trjánna en í stað þess að fella þau bara ákvað hún fyrst að rannsaka banameinið. Þá kom á daginn að eitrað hafði verið fyrir þeim með rótsterku gróðureitri. Ekki nóg með það heldur hafði eitrið borist frjá eikunum yfir í aðlæga garða og á ströndina. Efnið kallast tebuthiuron og það mengar jarðveg, brotnar ekki niður og heldur bara áfram að drepa gróður. Eina lausnin til að stöðva eitrið er að annað hvort fjarlægja allan mengaðan jarðveg eða með því að þynna eitrið nógu mikið til að það hætti að valda skaða.

Íbúar í hverfinu er vægast sagt reiðir. Talið er að Amelia hafi orðið sér úti um eitrið árið 2021 og hefur hún gengist við sök með sátt sem hún náði við Lisu þar sem hún samþykkti að greiða rúmlega 270 milljónir í bætur og sektir. Þessi sátt gerði þó ekkert til að friðþægja aðra nágranna því samfélagið sér fram á frekari skaða allt þar til það tekst að stöðva mengunina.

Tom Hedstrom, formaður bæjarráðs, segir að starf hans snúist gjarnan um að leysa viðkvæm deilumál innan stjórnsýslunnar. Það eigi ekki við í þessu tilviki þar sem bæjarbúar eru sameinaðir í reiði sinni. Hedstrom segist sjálfum vera gróflega misboðið og að völd haldist ekki alltaf í hendur við siðferði.

„Þetta er andstyggilegt og ógeðslegt og öll önnur lýsingarorð sem fólk kann að nota um svona viðurstyggilega framkomu“

Bæjarfulltrúum er mörgum misboðið. Bond fjölskyldan hafi verið sektuð um 600 þúsund krónur sem sé eiginlega smánarlega lítið. Bæjarfulltrúinn Vicki Doudera segir að hún sé bálreið. „Þetta mál, um leið og ég heyrði um það hugsaði ég: „Vá þetta fólk á bara eftir að fá smá tiltal“ og það er bara engan veginn sanngjarnt.“

Dwight Johnson er íbúi í Camden og segir að Amelia hafi þóst vera góður nágranni með því að bjóðast til að hjálpa við að fjarlægja eikurnar, sem svo kom á daginn að hún drap sjálf. Annar íbúi, Lynn Harrington, spyr hreint út hvernig Bond-fjölskyldan geti einu sinni látið sjá framan í sig í bænum.

Aðrir íbúar taka fram að hér sé um að ræða klassískt mál hinna ríku sumarhúsaeigendur sem koma til Camden og hreinlega valta yfir allt samfélagið til að fá sitt fram. Þeim muni svo ekkert um að greiða eitthvað smáræði í sektir þar sem þau eiga nóg af peningum og muni líklega ekki hika við að gera svona aftur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Rauðu flöggin sem fjölskylda raðmorðingjans Ted Bundy hunsaði í uppvexti hans – „Augu hans urðu svört þegar þau vönguðu saman“

Rauðu flöggin sem fjölskylda raðmorðingjans Ted Bundy hunsaði í uppvexti hans – „Augu hans urðu svört þegar þau vönguðu saman“
Pressan
Í gær

Átt þú gullmola í geymslunni – 80´s leikföngin sem seljast fyrir stórfé

Átt þú gullmola í geymslunni – 80´s leikföngin sem seljast fyrir stórfé
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn við Harvard telja að geimverur haldi til á jörðinni

Vísindamenn við Harvard telja að geimverur haldi til á jörðinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óvænt uppgötvun varðandi hvað hafi valdið ísöld fyrir tveimur milljónum ára

Óvænt uppgötvun varðandi hvað hafi valdið ísöld fyrir tveimur milljónum ára
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu kolefni frá árdögum alheimsins – Gengur gegn skilningi okkar á hvernig lífið gæti hafa myndast

Fundu kolefni frá árdögum alheimsins – Gengur gegn skilningi okkar á hvernig lífið gæti hafa myndast
Pressan
Fyrir 4 dögum

Foreldrar varaðir við að láta ekki börnin lenda í „lúxusgildrunni“

Foreldrar varaðir við að láta ekki börnin lenda í „lúxusgildrunni“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Pútín varar Suður Kóreu við

Pútín varar Suður Kóreu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Nýfundin „risaveira“ gæti verið góð fyrir okkur

Nýfundin „risaveira“ gæti verið góð fyrir okkur