Aðdáendur sjónvarpsþáttanna um Simpsons fjölskylduna hafa ítrekað bent á að þættirnir hafi spáð fyrir um ýmsa atburði síðustu ára. Nú er hins vegar ljós að Egyptar til forna spáðu fyrir um Simpson fjölskylduna.
Mynd af ástkærri persónu fundust nýverið innan í 3.500 ára gamalli egypskri múmíukistu. Fornleifafræðingar komust að því að innra lokið var með teikningu af gullitaðri konu í langri, grænni flík með blátt hár í laginu eins og rétthyrningur, og svipar útliti hennar til útlits Marge Simpson.
Myndinni var deilt á Reddit þar sem hún vakti mikla eftirtekt meðal notenda.
Þó að myndmálið líkist mjög Marge telja sérfræðingar þó að myndin sýni konuna sem var grafin í kistunni. Í egypsku kistunni voru múmgerðar leifar Tadi Ist, dóttur æðsta prestsins í El-Ashmunein, bæ sem er staðsettur á vesturbakka Nílar og 44 km suður af þeim stað sem hún var grafin í Minya.
Kistan var grafin upp snemma árs 2023 og má sjá að teikningin af Ist er umkringd 12 myndum æðstuprestanna sem tákn fyrir 12 tíma dagsins. Múmían fannst í frábæru ástandi, klædd grímu og perlukjól.
Miðteikningin er sú sem vakið hefur mesta athygli. En um hinar segir Mostafa Waziry, framkvæmdastjóri fornminjaráðsins: „Þetta er sjaldgæf og mikilvæg mynd. Sérhver mynd hefur sína lögun.“
Í mörg ár hefur verið bent á að Simpson þættirnir spái fyrir um framtíðarviðburði. Þáttur frá 1992 er sagður spá fyrir um sigur Washington á Buffalo Bills í Super Bowl VXVI og þáttur frá 2000 sýndi Donald Trump sem forseta. Árið 1990 spáði þáttur fyrir um ritskoðun á meistaraverki Michelangelo, David, sem raungerðist í fyrra þegar skólastjóri í Flórída neyddist til að segja af sér vegna kvartana vegna kennslustundar þar sem hún sýndi styttuna.
Einn notandi Reddit sagði myndina í múmíukistu staðfesta eina skráða skiptið í sögunni sem Simpsons greindu ekki fyrst frá. (e. The coffin’s drawing is the only documented time in history where The Simpsons didn’t do it first.)