fbpx
Fimmtudagur 26.desember 2024
Pressan

Fannst við strætóskýli – Gæti selst fyrir 5 milljarða

Pressan
Miðvikudaginn 19. júní 2024 04:05

The Rest of the Flight into Egypt. Mynd:Christie's

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef þú átt nokkra milljarða sem þú þarft að fjárfesta fyrir, þá er einstakt tækifæri núna til að eignast málverk eftir ítalska málarann Tiziana Vecellio.

Málverkið, sem heitir „The Rest of the Flight into Egypt“ verður boðið upp hjá Christie‘s uppboðshúsinu í byrjun júlí að sögn CNN.

Málverkið er af Jesús, Maríu og Jósef að hvíla sig á leið sinni til Egyptalands eftir að hafa komist að því að Heródes kóngur ætlaði að drepa Jesúbarnið.

Reiknað er með að verkið seljist á sem nemur allt að 5 milljörðum íslenskra króna.

Tiziano málið verkið í upphafi feril síns, í byrjun sextándu aldar.

En kaupandinn fær ekki aðeins glæsilegt málverk, því hann fær einnig skemmtilega sögu með því, því málverkið á sér áhugaverða sögu.

Það var í eigu margra evrópskra fyrirmenna en hersveitir Napóleons stálu því þegar þær hertóku Vínarborg 1809. Þaðan var það flutt til Parísar.

Því var skilað til Vínarborgar 1815 og fluttist á milli ýmissa einkasafna eftir það. Að lokum endaði það hjá John Alexander Thynne.

Því var stolið úr Longleat, sem er heimili afkomenda Thynne, árið 1995. Ekkert spurðist til þess í sjö ár en þá fannst það við strætóskýli í Lundúnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta er algjört kraftaverkaefni gegn kvefi

Þetta er algjört kraftaverkaefni gegn kvefi
Pressan
Fyrir 23 klukkutímum

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn

„Ódýr“ jólagjöf foreldranna til barnanna sló svo sannarlega í gegn
Pressan
Í gær

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið

Hin dramatíska saga á bak við úr sem varðveittist eftir Titanic-slysið
Pressan
Í gær

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?

Jólamorðið – Af hverju myrti hann Laci?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn

Hún virtist eiga hið fullkomna líf – Sannleikurinn kom í ljós eftir að eiginmaður hennar fannst látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jólasnjórinn kominn til Tenerife

Jólasnjórinn kominn til Tenerife
Pressan
Fyrir 3 dögum

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu

Pabbinn vildi sýna syninum hvað fátækt er – Orð drengsins komu honum algjörlega í opna skjöldu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti

Hér á aldrei að hafa jólatréð – Fallegasti staðurinn getur verið sá hættulegasti