Málverkið, sem heitir „The Rest of the Flight into Egypt“ verður boðið upp hjá Christie‘s uppboðshúsinu í byrjun júlí að sögn CNN.
Málverkið er af Jesús, Maríu og Jósef að hvíla sig á leið sinni til Egyptalands eftir að hafa komist að því að Heródes kóngur ætlaði að drepa Jesúbarnið.
Reiknað er með að verkið seljist á sem nemur allt að 5 milljörðum íslenskra króna.
Tiziano málið verkið í upphafi feril síns, í byrjun sextándu aldar.
En kaupandinn fær ekki aðeins glæsilegt málverk, því hann fær einnig skemmtilega sögu með því, því málverkið á sér áhugaverða sögu.
Það var í eigu margra evrópskra fyrirmenna en hersveitir Napóleons stálu því þegar þær hertóku Vínarborg 1809. Þaðan var það flutt til Parísar.
Því var skilað til Vínarborgar 1815 og fluttist á milli ýmissa einkasafna eftir það. Að lokum endaði það hjá John Alexander Thynne.
Því var stolið úr Longleat, sem er heimili afkomenda Thynne, árið 1995. Ekkert spurðist til þess í sjö ár en þá fannst það við strætóskýli í Lundúnum.