fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Reyndi vinsælt TikTok handfarangursráð – Uppskar flugbann fyrir athæfið

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 18. júní 2024 18:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farþegi á alþjóðaflugvellinum í Orlando reyndi að komast framhjá reglum flugfélags síns um handfarangur. Maðurinn mætti með koddaver fullt af eigum sínum og hélt því fram að um væri að ræða kodda.

Í myndbandi á TikTok má sjá samskipti mannsins við starfsfólk flugfélagsins, sem endaði með því að flugvallarlögregla kom og fylgdi manninum frá brottfararhliðinu. Maðurinn byrjar á að ræða við starfsmann flugvallarins. Natasha, konan sem tekur myndbandið upp talar yfir og segir frá atvikinu:

„Hættu að láta samfélagsmiðla gefa þér ráð og brellur því stundum gengur það ekki upp. Þessi náungi var að reyna að fara með koddaver fullt af fötum og öðrum hlutum um borð og sagðist bara vera með kodda,“ segir konan.

Sagði hún að það væri augljóst að farþeginn væri ekki bara að koma með koddaver eða venjulegan kodda. Manninum var boðið að greiða viðeigandi gjald fyrir auka handfarangur en hann hafnaði því. Undir lok myndbandsins má heyra manninn segjast vera tilbúinn að borga, en því miður var það of seint.

@natashaorganic Stop listening to the internet #airline #travelhacks #pillow #frontier #mco #orlando ♬ original sound – natashaorganic

Myndbandið hefur fengið nærri þrjár milljónir áhorfa.

„Hann beið alveg þangað til þeir lokuðu hurðunum þar til hann sagði: „Allt í lagi, ég skal borga fyrir það núna. Og svo reyndi hann að troða sér inn á svæðið, ég veit ekki hvað það heitir, áður en þú ferð inn í flugvélina. Starfsfólkið var bara: „Félagi snúðu við. Við gáfum þér tækifæri og þú vildir ekki borga.“ Og það endaði með því að þau hringdu á lögguna og manninum var fylgt út.“

Natasha lauk frásögn sinni með því að hvetja áhorfendur til að „hætta að hlusta á internetið“ og sagði manninn hafa haft tröllatrú á ferðabrellu sem hann fann á netinu og taldi sig komast upp með.

Koddaversbrellan kom fyrir nokkrum mánuðum á TikTok og með henni voru ferðalangar hvattir til að troða fötum í koddaver og komast þannig upp með að greiða ekki fyrir handfarangur þar sem um kodda væri að ræða. Mörg lággjaldaflugfélög líta svo á að um persónulegan hlut sé að ræða (e. personal item), sem ekki þurfi að greiða sérstaklega fyrir.

Á Reddit vöruðu notendur þó við þessari brellu:

„Okkur var sagt að setja koddana okkar í töskurnar okkar,“ sagði einn. „Ég held að lággjaldaflugfélög telji kodda vera persónulegan hlut. Hin eina sanna aðferð er að troða fullt af fötum og hlutum í jakkann þinn,“ sagði annar.

Líklega er besta ráðið bara að greiða fyrir handfarangurinn sem maður er með. Enda líklega mun ódýrara en að vera vísað frá fluginu og þurfa að kaupa annan flugmiða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Juno myndaði hrauntjarnir á Io

Juno myndaði hrauntjarnir á Io
Pressan
Fyrir 3 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Grimmdarleg slagsmál í dýragarðinum í Edinborg kostuðu Rene lífið

Grimmdarleg slagsmál í dýragarðinum í Edinborg kostuðu Rene lífið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Á síðustu 12 mánuðum hafa metin fallið sem aldrei fyrr“

„Á síðustu 12 mánuðum hafa metin fallið sem aldrei fyrr“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga
Pressan
Fyrir 5 dögum

Enn þenst norski olíusjóðurinn út – 234.000 milljarðar

Enn þenst norski olíusjóðurinn út – 234.000 milljarðar