Sjá einnig: Dularfullt hvarf þriggja barna til rannsóknar – Sáust síðast í skemmtigarði í úthverfi Lundúna
Lögregla var með talsverðan viðbúnað vegna málsins og var fjöldi lögreglumanna við leit í morgun.
Lögregla sendi svo frá sér tilkynningu í hádeginu þar sem fram kom að börnin hefðu fundist heil á húfi. Þakkaði hún fyrir þær fjölmörgu ábendingar sem bárust.