Prieto er sagður hafa ætlað að koma af stað „kynþáttastríði“ og kom hann sér í kynni við tvo menn sem hann taldi deila skoðunum sínum. Sögðust mennirnir reiðubúnir að leggja hönd á plóg í árásinni.
Hann komst síðar að því að mennirnir tveir voru uppljóstrarar frá FBI og var hann handtekinn þann 14. maí síðastliðinn þegar hann var á leið til Atlanta.
Í samtölum, sem meðal annars fóru fram á netinu, sagði hann mönnunum að skilja meðal annars eftir suðurríkjafánann á vettvangi en hann hefur löngum þótt tákn um rasisma. Þá hvatt hann þá til að hrópa slagorð eins og „Black lives don‘t matter, white lives matter“ og KKK all the way“. Vildi hann drepa eins marga og mögulegt var.
Í frétt CNN kemur fram að rannsókn málsins hafi byrjað í október síðastliðnum þegar einstaklingur sem sótti byssusýningu ræddi við Prieto. Var Prieto sagður hafa talað fyrir skotárásum gegn svörtu fólki, gyðingum og múslimum á sýningunni og varð þessi sami einstaklingur annar af uppljóstrurum FBI í málinu.
Prieto á þungan dóm yfir höfði sér verði hann fundinn sekur.