fbpx
Föstudagur 27.desember 2024
Pressan

Ferð í heita pottinn breyttist í algjöra martröð

Pressan
Mánudaginn 17. júní 2024 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tveir bandarískir ferðamenn lentu í afar óhugnanlegu slysi þegar þeir voru í ferðalagi í Mexíkó á dögunum. Parið, 43 ára karlmaður og 35 ára kona, hafði leigt sér íbúð í strandbænum Puero Penasco skammt frá ríkismörkum Arizona til að hafa það notalegt í góða veðrinu.

Síðastliðinn þriðjudag skellti parið sér í pottinn í garðinum en ekki vildi betur til en svo að maðurinn fékk raflost og lést af sárum sínum á meðan konan komst upp úr við illan leik, alvarlega slösuð.

Lögregla segir að óvandaður frágangur á rafmagni hafi valdið slysinu. Maðurinn, Jorge Guillen, var úrskurðaður látinn við komuna á sjúkrahús en konan, Lizette Zambrano, var flutt á sjúkrahús í Bandaríkjunum í lífshættu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 17 klukkutímum

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa

Þess vegna er góð hugmynd að borða banana áður en farið er að sofa
Pressan
Fyrir 20 klukkutímum

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það

Hann átti bara 20 dollara en keypti jólagjöf handa mömmu sinni fyrir 80 dollara – Svona tókst honum það
Pressan
Í gær

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu

Þess vegna áttu að setja skó í peningaskápinn á hótelinu
Pressan
Í gær

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar

Rússar fagna jóladagsárásunum sem forseti Úkraínu kallar ómannúðlegar