fbpx
Föstudagur 07.febrúar 2025
Pressan

Dularfullt andlát lögreglumanns vekur upp spurningar – Drap kærastan hann eða er lögreglan að hylma yfir með sínum eigin?

Pressan
Föstudaginn 14. júní 2024 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessa daganna stendur yfir aðalmeðferð í Massachusetts í máli ákæruvaldsins gegn hinni 44 ára Karen Read. Karen er sökuð um að hafa banað kærasta sínum, lögreglumanninum John O’Keefer.

Málið hefur vakið mikla athygli og þykir sveipað dulúð. Karen segist saklaus. Hún sé þvert á móti þolandi þar sem einhver sé að reyna að koma sökinni yfir á hana.

Karen er sökuð um að hafa keyrt á kærasta sinn fyrir utan heimili annars lögreglumanns. Hún hafi svo brunað af vettvangi og skilið John eftir deyjandi eftir í snjónum þennan kalda janúar árið 2022.

Verjandi Karen segir þó að Karen sé höfð fyrir rangri sök. Hún sé fórnarlamb hylmingar innan lögreglu.

Lögreglumaðurinn Michael Proctor fór fyrir rannsókninni á morðinu. Hann var í dómsal í vikunni látinn lesa upp skilaboð sem hann hafði sent vinum sínum og kollegum um málið. Meðal annars endi hann á vini rétt eftir morðið að Karen sæti í súpunni. Michael vill meina að hann hafi verið að vísa til þess að sannanir gegn Karen væru sterkar en vinir hans svöruðu samt skilaboðunum líkt og ekki væri um nokkuð alvarlegt að ræða. Þeir sögðu að Karen væri kynþokkafull og Michael bætti því þá við að hún væri engu að síður snarbiluð, þó hún væri skvísa.

Á bifreið Karen fundust rispur, hár, og eitt ljósið var brotið. Lögregla segir að brot úr ljósinu hafi fundist á vettvangi og líka á skóm Karenar.

Annar lögreglumaður bar vitni í vikunni og sagðist hafa átt í ástarsambandi við Karen áður en John lét lífið. Brian Higgins starfar fyrir áfengis, tóbaks og vopnadeild lögreglu og hann var spurður hvers vegna hann hafi eyðilagt síma sinn rétt áður en úrskurður féll um að honum bæri að afhenda símann sem sönnunargagn. Brian hélt því fram að síminn hafi verið gamall og lúinn og hann hafi eyðilagt hann af ástæðum sem tengdust rannsókninni ekki með nokkrum hætti.

Ákæruvaldið telur að kvöldið sem John lét lífið hafi hann verið með Karen, öðrum lögreglumanni að nafni Albert og mágkonu hans, Jennifer. Þetta kvöld snjóaði mikið. Eftir að barinn lokaði hafi hópurinn ákveðið að hittast aftur heima hjá Albert. John og Karen fóru saman á bíl en skiluðu sér aldrei heim til Alberts.

Vitni hafi þó séð bíl þeirra koma að heimilinu skömmu eftir miðnætti, stoppa þar í hálftíma, en enginn hafi þó komið út úr bílnum.

Um morguninn hafi Karen reynt að hringja í John. Karen hafi þá farið ásamt Jennifer og öðrum vin út að leita og loks fundið John meðvitundarlausan fyrir utan heimili Alberts. Hann var svo úrskurðaður látinn á sjúkrahúsi síðar þennan morgun.

Vörn Karenar byggir á því að hér sé um hylmingu að ræða. Áverkar John séu í engu samræmi við ákeyrslu. Hann hafi þvert á móti verið laminn til ólífis.

Saksóknari kallar þessar ásakanir fáránlega og örvæntingarfulla tilraun konu sem veit upp á sig skömmina.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta áttu ekki að gera ef þú vilt hafa gott loft í íbúðinni þinni

Þetta áttu ekki að gera ef þú vilt hafa gott loft í íbúðinni þinni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telja sig hafa fundið andlit á Suðurskautslandinu

Telja sig hafa fundið andlit á Suðurskautslandinu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann ælu – „Ég hugsaði bara með mér að þessa klessu yrði ég að taka með heim“

Fann ælu – „Ég hugsaði bara með mér að þessa klessu yrði ég að taka með heim“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfull merki sjást úr lofti – Hvað er þetta?

Dularfull merki sjást úr lofti – Hvað er þetta?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“

Fundu nítján illa farin lík í dularfullum „draugabáti“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki

Hörmulegt slys á sjúkrahúsi þegar fimm ára barn lést í lækningatæki