fbpx
Mánudagur 25.nóvember 2024
Pressan

Meiri upplýsingar um 12 ára morðingjann líta dagsins ljós – Sagður snarruglaður

Ritstjórn Pressunnar
Miðvikudaginn 12. júní 2024 22:30

Sveðjan sem 12 ára drengurinn notaði til að fremja morð/Skjáskot-Yotube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eins og DV greindi frá fyrir stuttu hafa tveir 12 ára drengir verið sakfelldir fyrir morð í Bretlandi. Myrtu drengirnir hinn 19 ára gamla Shawn Seesahai í Wolverhampton á Englandi á síðasta ári. Morðið var afar hrottalegt en annar drengurinn hjó í hinn látna með sveðju á meðan hinn sparkaði í hann auk þess að stappa á honum.

Tólf ára drengir sakfelldir fyrir hrottalegt morð

Nú hafa frekari upplýsingar komið upp á yfirborðið um annan drengjanna en nágrannar segja hann snarruglaðan og að þeir hafi neyðst til að verja heimili sín fyrir honum með gaddavír.

Það er Mirror sem greinir frá. Þar kemur fram að nágrannar drengsins lýsi honum sem snarrugluðum (e. twisted in the head). Þeir segja drenginn hafa reglulega framið skemmdarverk í hverfinu sem hann bjó í meðal annars á ljósastaurum. Hann hafi einnig stolið ýmsu og stundað það að setja flugelda í bréfalúgur. Það kemur ekki fram hvort hann hafi kveikt um leið í þeim.

Nágrannarnir segja drenginn hafa yfirleitt gengið með hníf á sér og hann hafi verið meðlimur í glæpagengi.

Einn nágranni sem kallar drenginn skítseiði segist hafa óttast mjög að drengurinn myndi brjótast inn til hans og hann hafi því varið heimilið með gaddavír.

Annar nágranni bendir á að vegna ungs aldurs drengsins muni hann líklega verða leystur úr haldi fyrir tvítugt. Þegar hann hafi náð slíkum aldri muni hann verða enn óviðráðanlegri. Hann segir blasa við að drengurinn sé einfaldlega snarruglaður.

Þrýst hefur verið á dómara málsins að aflétta leyndinni sem ríkt hefur um nöfn drengjanna til að senda öðrum ungmennum sem ganga með eggvopn skýr skilaboð. Morð og aðrir glæpir þar sem eggvopnum er beitt hafa verið sívaxandi vandamál undanfarin ár í Bretlandi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Pútín gefur Norður-Kóreumönnum óvenjulega gjöf

Pútín gefur Norður-Kóreumönnum óvenjulega gjöf
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun

Maðurinn sem á að verða næsti varnarmálaráðherra Bandaríkjanna borgaði þöggunargreiðslu til konu sem sakaði hann um nauðgun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?

Fleiri ríki loka sendiráðum sínum í Kænugarði – Sálfræðihernaður hjá Rússum?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás

Bandaríkjamenn loka sendiráði sínu í Úkraínu vegna gruns um yfirvofandi árás
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trumpistar brjálaðir út í 60 mínútur – „Þessi ógeðslega hlutdrægni og vanstillti fréttaflutningur“

Trumpistar brjálaðir út í 60 mínútur – „Þessi ógeðslega hlutdrægni og vanstillti fréttaflutningur“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“

Demókratar þurfi að fara í naflaskoðun eftir að þau gleymdu mikilvægustu lexíu fyrri ára – „Þetta snýst um efnahaginn, fíflið þitt“