fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Segir þetta vera „heilann á bak við einræðisherrann“

Pressan
Þriðjudaginn 11. júní 2024 08:00

Kim Jong-un og frú.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kim Jong-un er einræðisherra í Norður-Kóreu og stýrir landinu af mikilli grimmd. Fólk er tekið af lífi fyrir minnstu yfirsjónir og þjóðinni er haldið í heljargreipum hungurs og fátæktar. En eftir því sem sérfræðingur í málefnum þessa lokaða einræðisríkis segir, þá er systir Kim Jong-un heilinn á bak við það sem fram fer varðandi stjórn landsins.

Hún heitir Kim Yo-jong. Hún er sögð hafa verið góður námsmaður en bróðir hennar hins vegar slakur. Þetta kemur fram í nýrri bók, sem heitir „The „Sister“ eftir Dr Sung-Yoon Lee. Metro segir að í henni sé skýrt frá atriðum, sem séu vandræðaleg fyrir systkinin, á þeim tíma er þau stunduðu nám í Sviss en þar notuðust þau við fölsk nöfn.

„Ég tel Kim Yo-jong vera heilann á bak við starfsemi fjölskyldunnar. Þegar þau tvö bjuggu í Sviss frá um 1996 fram til 2001, þá stundaði Kim Yo-jong námið af krafti. Hún var góður námsmaður. Hún talar góða ensku, það heyrði ég frá tveimur Bandaríkjamönnum sem hafa rætt við hana persónulega og hafa átt margra klukkustunda langa fundi með henni og bróður hennar. Bróðir hennar talar ekki stakt orð í ensku, hann talar ekki þýsku, hann var lélegur námsmaður, skrópaði oft í tíma, mætti alls ekki í skólann,“ segir hann.

Kim Yo-jong og Kim Jong-un. Mynd: EPA-EFE/KCNA

 

 

 

 

 

 

Lengi var talið að Kim Yo-jong væri arftaki bróður síns en fyrir ekki svo löngu tilkynnti hann að dóttir hans, Kim Ju-ae, væri arftaki hans.

En Kim Yo-jong hefur samt sem áður haldið stöðu sinni.

Dr Lee telur að hún sé enn við stjórnvölinn þar sem Kim Ju-ae sé enn bara táningur en ekki er vitað með fullri vissu hversu gömul hún er.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?