fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Krufning varpar ljósi á dánarorsök Michael Mosley

Pressan
Mánudaginn 10. júní 2024 12:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breski sjónvarpsmaðurinn og læknirinn Michael Mosley, sem fannst látinn á grísku eyjunni Symi í gærmorgun eftir nokkurra daga leit, lést af náttúrulegum orsökum.

Daily Mail greinir frá þessu en bráðabirgðaniðurstaða krufningar liggur nú fyrir. Ekki leikur grunur á að eitthvað saknæmt hafi átt sér stað.

Mosley skilaði sér ekki úr gönguferð síðastliðinn miðvikudag og var það eiginkona hans sem tilkynnti um hvarf hans á miðvikudagskvöld. Þrátt fyrir umfangsmikla leit fannst Mosley ekki fyrr en í gærmorgun, um 80 metrum frá veitingastað á eyjunni.

Talið er að Mosley hafi verið búinn að ganga í tvær og hálfa klukkustund þegar hann hneig niður og lést. Mikill hiti var á eyjunni síðastliðinn miðvikudag og bendir margt til þess að Mosley, sem var 67 ára, hafi örmagnast í hitanum og glímt við ofþornun.

Það var yfirmaður veitingahúss á Agia Marina sem fann Mosley látinn fyrir utan girðingu sem liggur að veitingastaðnum. Sagði yfirmaðurinn að starfsfólkið væri miður sín yfir því hvernig fór. Mosley hafi augljóslega verið í vanda staddur skammt frá veitingastaðnum en enginn tekið eftir honum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?