fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

„Ég þarf sálfræðiaðstoð“ – „Maðurinn minn hélt framhjá mér í 22 ár með mömmu“

Pressan
Mánudaginn 10. júní 2024 04:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Konu einni er að vonum mjög brugðið og líður illa eftir að hún komst að því að eiginmaður hennar hélt framhjá henni í 22 ár með móður hennar. Ekki nóg með það, því hann er faðir tvíburabræðra hennar. Hann barnaði eiginkonuna og tengdamóður sína með nokkurra daga millibili.

Mirror skýrir frá þessu og segir að konan hafi skýrt frá þessu á samfélagsmiðlinum Reddit. Þar skrifaði hún meðal annars: „Ég hafði verið með eiginmanni mínum, sem er 39 ára, síðan við vorum 15 ára. Ég varð ólétt 17 ára og við fluttum inn til foreldra minna.“

Skömmu síðar eignuðust þau elstu dóttur sína, gengu í hjónaband og fluttu á búgarð afa hennar sem var við hliðina á heimili foreldra hennar.

Ungu hjónin voru sátt við þetta og eignuðust þrjú börn til viðbótar og nú er konan gengin sjö mánuði með fimmta barn þeirra.

Hún segir að hún hafi talið hjónabandið vera gott, þau hafi viðhaldið neistanum með því fara saman út á stefnumót, keypt gjafir fyrir hvort annað og stundað kynlíf oftar en tvisvar í viku.

Hún fór nýlega í stelpuferð en við heimkomuna hrundi heimur hennar til grunna þegar hún kom að eiginmanni sínum og móður sinni saman í rúminu. „Ég gekk inn í svefnherbergið og sá móður mína vera að stunda kynlíf með eiginmanni mínum,“ skrifaði hún og bætti við: „Mamma öskraði á mig að ég skyldi koma mér út úr svefnherberginu „þeirra“.“

„Svo óheppilega vildi til að elsta dóttir mín var heima þegar þetta gerðist. Hún hljóp út úr herberginu sínu og varð vitni að því þegar móðir mín, aðeins umvafin sængurfatnaði, hljóp út út úr húsinu og skellti á eftir sér.“

Í kjölfarið ræddi konan við eiginmanninn sem sagði að móðir hennar hefði táldregið hann þegar hann var 18 ára, þegar þau bjuggu í sama húsi. „Þau höfðu stundað kynlíf, án þess að nota getnaðarvarnir, að minnsta kosti einu sinni í mánuði lengur en við höfðum verið gift.“

„Ég reiknaði þetta út og mér til skelfingar sá ég að miðað við tímalínuna þá var hugsanlegt að tvíburabræður mínir og yngsti bróðir gætu verið synir eiginmanns míns,“ skrifaði konan sem á sex systkin á aldrinum 18 til 42 ára.

Hún gat ekki haldið þessu fyrir sjálfa sig og sagði föður sínum frá þessu: „Ég hringdi strax í pabba og sagði honum að koma heim til mín, einn. Ég lét eiginmann minn játa fyrir framan hann og pabbi var eyðilagður. Hann og mamma höfðu verið saman síðan í menntaskóla. Það þarf ekki að nefna það en við heyrðum öskrin í mömmu frá húsinu þeirra þegar hann bar þetta upp á hana. Pabbi henti henni út og hún býr nú hjá 38 ára gamalli systur minni. Pabbi krafðist þess að DNA-próf yrði gert á þremur yngstu sonunum. Ég þarf sálfræðiaðstoð.“

Niðurstaðan var að tvíburarnir eru synir eiginmanns konunnar.

Hún er búinn að sparka honum út úr húsinu og býr hann nú hjá foreldrum sínum. Konan og faðir hennar eru nú að reyna að selja húsin sín til að geta keypt sér stærra hús annars staðar, saman.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?