fbpx
Sunnudagur 01.september 2024
Pressan

Áttu erfitt með að sofna? Þetta einfalda ráð getur hjálpað þér að sofna

Pressan
Sunnudaginn 9. júní 2024 22:30

Hún virðist eiga erfitt með að sofna.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er gríðarlega pirrandi að liggja glaðvakandi að kvöldi og geta ekki sofnað, sama hvað er reynt. Þetta er auðvitað sérstaklega pirrandi ef maður á að vakna snemma næsta dag. En örvæntu ekki, það er hægt að leysa þetta á einfaldan hátt. Það segja bandarískir vísindamenn að minnsta kosti en þeir telja sig hafa fundið leið til að sofna hratt.

Þú hefur kannski lent í því að þegar þú ferð upp í rúm og telur þig vera tilbúinn til að sofna þá hellast hinar ýmsu hugsanir yfir þig. Þetta hefur þau áhrif á marga að þeir geta ekki sofnað fyrr en löngu eftir að þeir leggjast upp í.

Þetta er að vonum pirrandi og of lítill svefn getur haft áhrif á einbeitingu þína og orku næsta dag.

Ef ástæðan fyrir andvökunni eru hugsanir um allt það sem bíður þín næsta dag eða næstu daga þá er til einfalt ráð til að sofna. Þetta segja vísindamenn við Baylor háskólann eftir því sem segir í umfjöllun livescience.com.

57 karlar og 38 konur tóku þátt í rannsókn þeirra. Allt var fólkið á aldrinum 18 til 30 ára. Það svaf í sérútbúinni rannsóknarstofu þar sem heilastarfsemi þess var mæld að næturlagi en áður en gengið var til náða lauk fólkið við tvær mismunandi skriftaræfingar.

Helmingur þátttakendanna skrifaði hvaða verkefnum þeir höfðu lokið dagana áður en hinn skrifaði minnislista yfir verkefni næstu daga.

Niðurstaðan var að þeir, sem skrifuðu minnislista, sofnuðu að meðaltali 9 mínútum á undan þeim skrifuðu hvað þeir höfðu gert dagana á undan.

9 mínútur virðast ekki vera langur tími en niðurstöður rannsóknarinnar eru að það að skrifa minnislista yfir verkefnin fram undan hafi greinileg áhrif í þá veru að fólk á auðveldara með að sofna. Það er því kannski ekki úr vegi að prófa þessa aðferð ef þú ert andvaka.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því
Pressan
Í gær

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera