fbpx
Þriðjudagur 24.desember 2024
Pressan

Hurfu á þekktu hákarlasvæði – Síðan fundust skelfileg skilaboð

Pressan
Laugardaginn 8. júní 2024 22:00

Tom og Eileen Lonegran. Skjáskot/YouTube

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 25. janúar 1998 fóru bandarísku hjónin Tom og Eileen Lonegran í dagssiglingu að Kóralrifinu mikla (Great Barriere Reef) í Ástralíu. Dagurinn átti að vera ævintýri líkastur og frábær endapunktur á tveggja ára hnattreisu þeirra. En hann fór allt öðruvísi en þau ætluðu og endaði skelfilega.

Þau höfðu verið í hnattreisu í tvö ár. Tom var 33 ára og Eileen 28 ára. Þau áttu heima í Baton Rouge í Louisiana og nú var að koma að heimferð og endalokum þessarar frábæru hnattreisu. En síðasta ævintýrið var eftir. Þau ætluðu að sjá Kóralrifið mikla í návígi.

Þau keyptu sér dagsferð frá Port Douglas, sem er hafnarbær í norðurhluta Queensland, með Outer Edge. Fimm manna áhöfn flutti þau og fleiri ferðamenn að rifinu þar sem ferðamennirnir máttu kafa þrisvar niður að rifinu til að upplifa það í návígi. En eitthvað fór algjörlega úrskeiðis eftir þriðju köfun hjónanna. Þegar báturinn sigldi til hafnar klukkan 15 voru Tom og Eileen ekki með, þau voru enn í kafi. Þegar þau komu upp aftur var báturinn horfinn. Þau höfðu verið skilin eftir úti á opnu hafi þar sem mikið er af hákörlum.

Tveimur dögum síðar fann skipstjórinn á Outer Edge vegabréf og veski Tom um borð í bátnum og áttaði sig þá að hann hefði gleymt þeim úti á hafi. En það var um seinan. Umfangsmikil leit á svæðinu bar ekki árangur. Hjónin voru algjörlega horfin.

Skipstjórinn, Geoffrey Nairn, sagðist hafa beðið áhöfnina um að telja hversu margir væru komnir um borð áður en siglt var til hafnar. En hann játaði að talan hafi líklega verið röng því tveir af farþegunum hafi ákveðið að hoppa aftur út í. Að minnsta kosti tók enginn um borð í Outer Edge eftir því að það vantaði Tom og Eileen þegar siglt var til hafnar.

Skilaboðin

Tveimur dögum síðar var þyrla send til leitar en án árangurs. Líklegt mátti telja að það þjónaði engum tilgangi að leita að hjónunum. Þau höfðu líklegast látist í sjónum. Daginn eftir kom fram að Outer Edge hafði siglt á sama stað daginn eftir að hjónin voru skilin eftir með nýja hóp kafara. Þá sást ekkert til hjónanna en kafari fann sex blýbelti á botninum við kóralrifið. Óafvitandi um atburði gærdagsins sagði einn leiðsögumannanna að hér væri um „bónus“ að ræða.

En ekki er útilokað að hjónin hafi verið á lífi á þessum tímapunkti og hafi verið nokkra kílómetra frá staðnum. Þau lifðu að minnsta kosti fyrstu nóttina af. Það kom í ljós nokkrum mánuðum síðar þegar sjómaður fann sönnun þess að þau hafi vitað hversu slæmum aðstæðum þau voru lent í og að þau höfðu reynt að kalla á hjálp. Á töflu, sem kafarar nota til að skrifa skilaboð til hvers annars neðansjávar, höfðu þau skrifað neyðarkall:

Skilaboðin sem fundust. Skjáskot/YouTube

„Mánudagur 26. janúar 1998 klukkan 08. Til allra sem geta hjálpað okkur: Við vorum skilin eftir við Agincourt Reef þann 25. janúar 15.00. Hjálpið okkur, komið og bjargið okkur áður en við deyjum. Hjálp!!!“

Aðrar vísbendingar geta gefið smávegis vitneskju um hvað hjónin glímdu við úti á opnu hafinu. Í febrúar, mánuði eftir að þau hurfu, skolaði blautbúningi, sömu stærðar og Eileen notaði, í land í norðurhluta Queensland. Lögreglan komst að þeirri niðurstöðu að búningurinn hefði verið á reki frá 26. janúar. Þetta var byggt á litlum kröbbum sem höfðu tekið sér bólfestu á búningnum. Einnig voru rifur á búningnum, væntanlega eftir rifið.

Síðar rak tvö björgunarvesti á land, nöfn Tom og Eileen voru á þeim. Einum súrefnistanki þeirra skolaði einnig í land. Enn var smá loft í honum. Einnig skolaði froskalöppum Eileen á land. Ekkert var að sjá á þessum munum svo lögreglumenn reyndu að hughreysta fjölskyldur hjónanna með að hákarlar hefðu líklega ekki ráðist á þau. Þeir sögðu þeim að líklega hefðu hjónin orðið ofþornun að bráð og orðið ringluð og rekið um. Þau hafi síðan misst alla von og losað sig við björgunarvestin til að dauðan bæri hraðar að.

Orðrómar

En þrátt fyrir þetta þá fóru margir orðrómar af stað um örlög hjónanna. Sumir fjölmiðlar notuðu dagbók Tom til að lýsa honum sem manni sem íhugaði sjálfsvíg og leitaði að „skjótum og friðsömum“ dauða. Hann hafði meðal annars skrifað í dagbókina að honum fyndist líf hans hafa náð hámarki og hann væri reiðubúinn til að deyja. Héðan í frá yrði það bara verra og leiðin lægi niður á við fram að útför hans.

Aðrir fjölmiðlar sögðu að hjónin hefðu sett hvarf sitt á svið og hafi byrjað nýtt líf á ókunnugum stað. Margir voru sagðir hafa „séð“ þau eftir hvarfið.

Allt voru þetta vangaveltur og kjaftasögur sem ekki var hægt að sanna né afsanna í sjálfu sér. En rétt er að hafa í huga að aldrei var hreyft við bankareikningi hjónanna eftir hvarf þeirra.

Líklega kemur aldrei í ljós hver örlög þeirra urðu.

Kvikmyndin „Open Water“ frá 2003 var byggð á sögu þeirra.

Byggt á umfjöllun BBC, news.com.au, The Guardian og fleiri miðla.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað

Hjartalæknir segir að þessar fæðutegundir verndi hjartað
Pressan
Fyrir 2 dögum

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð

13 ára drengur gerði magnaða uppgötvun þegar hann var í gönguferð
Pressan
Fyrir 2 dögum

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni

Marsbíllinn Curiosity uppgötvaði mjög sjaldgæfa brennisteinskristala fyrir slysni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru

Stólpagrín gert að jólaljósum bæjarins – Líkjast nærfötum á þvottasnúru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn

Íbúarnir eru ósáttir við jólasveininn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“

Hrópaði á föður sinn í dómsal: „Þú munt deyja eins og hundur!“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja

Refsivaldur Alaska – Maðurinn sem var rændur æskunni framdi hrottaleg ofbeldisbrot en er samt hylltur sem hetja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans

Texas höfðar mál á hendur lækni í New York – Sætta sig ekki við sendingu hans