Kona á þrítugsaldri hefur verið handtekin í Bandaríkjunum en hún er grunuð um að hafa verið völd að dauða þriggja einstaklinga á sjötugs- og áttræðisaldri en konan deildi húsnæði með þeim öllum.
Fólkið bjó í borginni Fredericksburg í Virginíu ríki en lögregla hefði hendur í hári konunnar í New York ríki eftir að hafa þurft að elta bifreið sem hún ók á miklum hraða.
Lögregla fann eldri borgarana þrjá látna á heimilinu. Um var að ræða tvo karlmenn og eina konu og voru sjáanlegir áverkar á líkama þeirra allra.
Bárust böndin fljótt að konunni ungu sem eins og áður segir deildi húsnæði með eldri borgurunum.
Hún heitir Alyssa Jane Venable og var fljótlega lýst eftir henni. Bifreið sem vitað var að hún æki sást í New York ríki. Venable sinnti ekki stöðvunarmerkjum lögreglu og ók á miklum hraða þar til hún var stöðvuð með göddum sem gerðu göt á hjóbarða bifreiðarinnar.
Hin látnu hétu Robert John McGuire sem var 77 ára, Gregory Scott Powell, 60 ára og Carol Anne Reese 65 ára.
CBS greinir frá málinu og segir að á þessari stundu hafi lögreglan ekki greint frá því hvernig Venable tengdist hinum látnu fyrir utan að deila með þeim húsnæði og hvernig sú það fyrirkomulag kom til.
Venable á sér sögu um ofbeldi en hún hlaut dóm í síðasta mánuði fyrir minniháttar líkamsárás.