fbpx
Þriðjudagur 29.apríl 2025
Pressan

Vara snjallsímaeigendur við – Munið að gera þetta!

Pressan
Miðvikudaginn 5. júní 2024 08:30

Samsung Galaxy S8 snjallsími. Mynd: Wikimedia Commons/Kārlis Dambrāns

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska öryggisstofnunin National Security Agency (NSA) er líklega einna þekktust fyrir að hlera símtöl fólks og lesa tölvupósta þess en fátt virðist stofnuninni óviðkomandi. Í vikunni sendi hún frá sér aðvörun til eigenda snjallsíma, bæði iPhone og Android síma, og gefur þeim gott ráð.

Hvetur NSA símaeigendur til að slökkva á símum sínum að minnsta kosti einu sinni í viku. Ástæðan er að með þessu er hægt að minnka líkurnar á svokölluðu „zero-click exploits“. Þetta er veira sem tölvuþrjótar geta sent í farsíma og þurfa símnotendur ekki að opna tengil eða hlaða einhverju niður til að óværan taki sér bólfestu í símanum. Forbes skýrir frá þessu.

NSA segir að með því að slökkva og kveikja á farsímanum séu miklar líkur á því að hægt sé að koma í veg fyrir að utanaðkomandi geti hlustað á símtöl eða stolið gögnum úr símanum.

NSA mælir einnig með að fólk slökkvi á Bluetooth þegar það er ekki verið að nota það og uppfæri símann um leið og uppfærslur eru sendar út. Farsímaeigendur eru hvattir til að nota að minnsta kosti sex stafa lykilorð fyrir símana sína og stilla þá þannig að þeir eyði öllu sem á þeim er ef búið er að reyna tíu sinnum að opna þá með röngu lykilorði.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“

Upplifði óbærilegan sársauka fyrir andlátið – „Það braut hana niður“
Pressan
Í gær

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?

Geta þessar myndir virkilega sagt til um persónuleika þinn?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum

Kona grunuð um að hafa myrt 7 ára dreng með eitruðum páskaeggjum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“

Óhugnanlegar niðurstöður nýrrar rannsóknar – Símanotkun minnir á „spilafíkn“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Könnun Fox-fréttastofunnar sýnir fylgishrun Trump – Bandaríkjamenn hafa það verr og eru ósáttir

Könnun Fox-fréttastofunnar sýnir fylgishrun Trump – Bandaríkjamenn hafa það verr og eru ósáttir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli

Netverjar snúast gegn Ásu Ellerup eftir umdeilt viðtal – Sakar lögreglu um að hafa sinn fyrrverandi að blóraböggli