Kathy segist sjálf hafa orðið vitni að því hversu ávanabindandi samfélagsmiðlar eru og mörg börn hafi farið illa út úr notkun þeirra. „Þeir bókstaflega hlekkja þau og gera þau að föngum sínum,“ segir hún.
Kathy segir að með þessuy sé ekki verið að banna alla símanotkun í skólum, heldur aðeins snjallsíma sem hafa aðgang að Internetinu og samfélagsmiðlum. Nemendur geti áfram komið með síma í skólann sem senda smáskilaboð en þá eigi aðeins að nota þá í neyðartilvikum.
Ríkisstjórinn segist eiga von á því að kynna frumvarp um þetta síðar á þessu ári en þangað til muni hún ráðfæra sig við sérfræðinga um útfærslu á nýjum lögum.