fbpx
Þriðjudagur 21.janúar 2025
Pressan

Fæðingarþyngd getur haft áhrif á heilsufar þitt á fullorðinsaldri

Pressan
Laugardaginn 1. júní 2024 15:30

Mynd úr safni. Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Danir sem voru mjög léttir þegar þeir fæddust, eru í meiri hættu en aðrir á að þróa með sér sykursýki 2 og deyja af hjarta- og æðasjúkdómum fyrir aldur fram.

Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar frá Steno Diabetes Center Copenhagen. Rannsóknin verður birt í vísindaritinu Diabetologia.

Áður hefur verið fjallað um rannsóknina í þessu tímariti í kjölfar þess að vísindamenn birtu bráðabirgðaniðurstöður rannsóknar sinnar á síðasta ári. Þær vöktu mikla athygli víða um heim að sögn TV2.

Rannsóknin beindist að hjarta- og æðasjúkdómum en það er ekki það eina sem lág fæðingarþyngd getur haft áhrif á síðar á ævinni að sögn Allan Vaag hjá Steno Diabetis Center Copenhagen.

Í aldarfjórðung hefur hann verið með þá kenningu að það sé meiri hætta á að fólk þrói sykursýki 2 með sér ef fæðingarþyngd þess er lág og nú hefur kenningin verið staðfest með þessari rannsókn.

Þegar sykursýki 2 og lág fæðingarþyngd fara saman, getur það valdið enn fleiri sjúkdómum. „Maður er í hættu á enn alvarlegri veikindum og aukinni hættu á hjarta- og æðasjúkdómum,“ sagði Allan Vag í Go´ Morgen Danmark á föstudaginn.

Eins og staðan er núna þá horfir heilbrigðisstarfsfólk mikið á ofþyngd sjúklinga en Vaag telur að í framtíðinni eigi að beina sjónunum í meira mæli að fæðingarþyngdinni þegar kemur að því að veita sjúklingum meðferð.

Í rannsókninni var unnið með fæðingarvottorð allt aftur til 1920 til að skoða tengsl fæðingarþyngdar og hjarta- og æðasjúkdóma og sykursýki 2.

Notast var við gögn um 8.400 manns, sem greindust með sykursýki 2. Fylgst var með fólkinu í 8 og hálft ár.

Niðurstöðurnar eru að þeir sem vógu undir þremur kílóum við fæðingu, voru í 19,8% hættu á að fá hjartaáfall eða deyja af völdum blóðtappa. Hjá þeim sem vógu 3 til 3,7 kíló, voru líkurnar 16,9%.

Þeir sem fæðast léttir og fá sykursýki 2 eru einnig þeir sjúklingar sem eru í mestri hættu á að þróa með sér hjarta- og æðasjúkdóma og látast af þeirra völdum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr

Umhugsunarefni fyrir þá sem ætla að fá sér gæludýr
Pressan
Í gær

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags

Það er hollast að drekka kaffi á þessum tíma dags