fbpx
Laugardagur 27.júlí 2024
Pressan

Segir annan heimsfaraldur „algjörlega óumflýjanlegan“

Pressan
Miðvikudaginn 29. maí 2024 04:05

Næsti heimsfaraldur getur brostið á hvenær sem er. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Annar heimsfaraldur er „algjörlega óumflýjanlegur“ að sögn Sir Patrick Vallance, fyrrum yfirvísindaráðgjafa bresku ríkisstjórnarinnar. Hann hvetur bresku ríkisstjórnina til að undirbúa sig undir hann og segir að „við séu ekki reiðubúin“ til að takast á við heimsfaraldur.

The Guardian segir að hann hafi látið þessi ummæli falla í pallborðsumræðum á the Hay festival í Powys. Hann sagði frábært að þingkosningar fari fljótlega fram því það séu „verkefni sem þarf að takast á við“. Eitt af því sem næsta ríkisstjórn verði að gera, sé að efla eftirlit svo hægt sé að uppgötva upprennandi heimsfaraldur.

Hann benti einnig á að hann hafi sagt leiðtogum G7 ríkjanna árið 2021 að „við verðum að vinna miklu hraðar, vinna miklu meira saman og það eru leiðir til að gera það, fá hraðpróf, þróa bóluefni hratt, veita skjóta meðferð, svo ekki þurfi að grípa til sömu hörðu aðgerða og gripið var til“ á tíma heimsfaraldurs kórónuveirunnar.

Hann sagði vel gerlegt að gera þetta en það þurfi samhæfingu til.

Hann sagði einnig að G7 hafi „að hluta gleymt“ því sem hann sagði 2021 en það sé ekki hægt að gleyma þessu og hvatti til þess að undirbúningur undir næsta heimsfaraldur verði álíka og herinn. „Við vitum að við verðum að hafa her, ekki af því að það verður stríð á þessu ári, en við vitum að það er mikilvægt fyrir okkur sem þjóð. Við verðum að haga undirbúningi okkar á sama hátt og ekki líta á hann sem auðvelda niðurskurðarleið þegar engin merki eru á lofti um heimsfaraldur – af því að það verða engin teikn á lofti um heimsfaraldur,“ sagði hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar

Ævintýraferðin breyttist í martröð – Hjónin fundust látin í björgunarbát sex vikum síðar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar

Sakamál: Hryllingur í smábæ – Dóttirin stumraði yfir líki móður sinnar
Pressan
Fyrir 1 viku

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár

Einn eftirlýstasti strokufangi Bandaríkjanna sigldi undir fölsku flaggi í 30 ár
Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“

Loftslagsbreytingar hafa áhrif á tímann samkvæmt nýrri rannsókn – „Þetta er vitnisburður um alvarleika loftslagsbreytinga“
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum

600 ára gamall texti líkist vel þekktum texta frá síðari tímum
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?