fbpx
Miðvikudagur 22.janúar 2025
Pressan

Myndataka endaði með hryllingi

Ritstjórn Pressunnar
Mánudaginn 27. maí 2024 17:30

Frá Zacoalco de Torres. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Mynd/Wikimedia Commons-Alejandro Linares Garcia-CC BY-SA 4.0

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrítug fyrirsæta frá Venesúela er látin eftir að myndataka í Mexíkó, þar sem hún sat fyrir, fór algjörlega úrskeiðis. Föt sem hún var í flæktust í lest sem var á ferð með þeim afleiðingum að hún varð fyrir lestinni og lést.

Fyrirsætan hét Cinthya Nayeli Higareda Bermejo en myndatakan fór fram nærri lestarteinum. Færði hún sig nær teinunum til að lestin sem nálgaðist óðum sæist í bakgrunni myndanna en hún fór of nálægt og föt hennar flæktust í lestinni með þeim afleiðingum að hún dróst í veg fyrir lestina og lést samstundis.

Atburðurinn átti sér stað í Zacoalco de Torres nærri borginni Guadalajara í vesturhluta Mexíkó. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang sáu þeir strax að þeir gátu ekkert gert til að bjarga lífi Bermejo. Lík hennar verður krufið áður en fjölskylda hennar fær það afhent svo hægt sé að jarðsyngja Bermejo.

Rætt hefur verið ljósmyndara og önnur vitni sem störfuðu við myndatökuna.

Saksóknari á svæðinu segir að allt bendi til að um slys sé að ræða. Hann segir að svo virðist sem Bermejo hafi einfaldlega farið of nálægt lestinni á meðan hún var á ferð á svæðinu. Föt hennar hafi flækst í lestinni með þeim afleiðingum að hún dróst í veg fyrir hana.

Málið er enn til rannsóknar.

The Sun greindi frá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvað gerist í líkamanum þegar maður stundar vetrarböð?

Hvað gerist í líkamanum þegar maður stundar vetrarböð?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors

Þetta þarf ekki að taka margar klukkustundir – Svona brennir þú flestum hitaeiningum að sögn prófessors
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum

Ætlaði að heilla unnustuna – Var étinn af ljónum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega

Ryanair lætur hart mæta hörðu – Lögsækir farþega