fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Pressan

Bandamaður Pútíns segir kjarnorkustyrjöld óumflýjanlega – „Eina loforðið sem lífið getur gefið okkur er dauðinn“

Pressan
Sunnudaginn 26. maí 2024 19:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjónvarpsmaðurinn og áróðursmeistarinn Vladimir Solovyov er mikill bandamaður Rússlandsforseta, Vladimir Pútíns. Hann sagði í þætti sínum á dögunum að kjarnorkustríð væri óumflýjanlegt.

Það var blaðamaðurinn Julia Davis sem vakti athygli á ummælunum en hún heldur úti YouTube-rás sem hefur það markmið að berjast gegn rússneskum áróðri. Hún birti brot úr þætti Solovyov þar sem hún hafði þýtt samtalið yfir á ensku.

Solovyov sagði: „Kjarnorkustyrjöld er óumflýjanleg hvort eð er. Við skulum þá sjá hver á stærstu langdrægu kjarnaflaugarnar.“

Viðmælandi sjónvarpsmannsins var Andrey Sidorov, prófessor í alþjóðastjórnmálum við háskólann í Moskvu. Hann var ekki tilbúinn að taka undir með Solovyov en sjónvarpsmaðurinn hélt þá áfram:

„Við ættum bara að sætta okkur við staðreyndir. Eina loforðið sem lífið getur gefið okkur er dauðinn. Maðurinn sigrar um leið og hann hættir að óttast dauðann. Sko, þau halda sífellt áfram að ögra okkur, og gera ráð fyrir að við séum veikburða. „Hvers vegna mynduð þið nota kjarnorkuvopn. Þið getið ekki gert það“. Þau fylgjast svo með áætlunum okkar og segja: „Sko, þetta var rétt hjá okkur“. Ef það er rétt, hvers vegna eyddu foreldrar okkar, ömmur og afar, ótrúlegum fjárhæðum í að kaupa sér kjarnorkuskildi.“

Þá skaut Sidorov inn – „Við ættum ekki að stigmagna aðstæður eins og þú leggur til“

En við því sagði Solovyov: „Ekki það? Það kallast aumingjaskapur.“

Rússneski herinn hóf á þriðjudag æfingar í beitingu kjarnorkuvopna og vísuðu til ögrandi yfirlýsinga og hótanna frá leiðtogum tiltekinna ríkja Vesturlanda.

Það var svo í mars sem Pútíns agði sjálfur að Rússar væru undirbúnir fyrir kjarnorkustyrjöld. Hann sagðist ekki ætla að nota vopnin nema tilvist Rússlands væri ógnað eða ef ógn steðjaði að fullveldi þjóðarinnar og sjálfstæði.

Newsweek greinir frá

Hér má sjá myndskeiðið en Solovyov fer að ræða um kjarnorkuvopn í kringum 4 mínútna markið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því
Pressan
Í gær

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera