fbpx
Þriðjudagur 16.júlí 2024
Pressan

Reyndu að komast upp með „Glæp aldarinnar“ fyrir 100 árum – Einföld mistök komu upp um þá 

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 21. maí 2024 21:00

Nathan Leopold og Richard Loeb Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nathan Leopold og Richard Loeb voru taldir undrabörn, báðir komu úr ríkum fjölskyldum og glæpur þeirra er ekki eina málið sem hefur verið kallað „glæpur aldarinnar“. En það var kannski það fyrsta.

Í dag, 21. maí, eru 100 ár liðin síðan vinirnir Nathan Leopold, sem þá var 19 ára, og Richard Loeb, 18 ára, ákváðu að þeir vildu fremja hinn „fullkomna glæp“ sem þeir gætu komist upp með og sýnt með því áhrifamikla greind sína.

Fórnarlamb þeirra var Bobby Franks, 14 ára gamall nágranni Loeb, sem einnig kom úr auðugri fjölskyldu. Allir drengirnir þrír voru búsettir í í Kenwood, hverfi í suðurhluta Chicagoborgar.

Bobby Franks

Samkvæmt játningarbréfum þeirra gripu Leopold og Loeb Franks þar sem hann gekk heim úr skólanum. Þeir fengu hann til að fara inn í bíl sinn með því að spyrja hann um tennisspaða sem Loeb hefði séð hann nota. Þeir dráðu Franks síðan með höggi í höfuðið með meitli. Félagarnir fleygðu líki Franks síðan nöktu í næsta ræsi.

Áætlun félaganna um að heimta lausnargjald frá fjölskyldu Franks og komast upp með glæpinn fór hins vegar út um þúfur.

Skildu eftir sönnunargagn

Félagarnir skildu óvart eftir sig mikilvægt sönnunargagn þegar sérsmíðuð gleraugu Leopold féllu á jörðina nálægt líkinu. Gleraugun fundust og voru í kjölfarið tengd Leopold, sem var handtekinn ásamt félaga sínum. Báðir viðurkenndu þeir  að hafa myrt Franks og sýndu litla iðrun í nákvæmum játningum sínum fyrir yfirvöldum í Chicago.

Associated Press greindi frá því á sínum tíma að bæði Leopold og Loeb kæmu frá auðugum fjölskyldum og væru mjög vel menntaðir. Samkvæmt gagnagrunni Northwestern háskólans hafði Loeb þegar útskrifast frá háskólanum í Michigan á meðan Leopold stundaði nám við háskólann í Chicago. Leopold var sérstaklega undir áhrifum frá þýska heimspekingnum Friedrich Nietzsche og hugmyndum hans um „Übermenschen“ eða æðri menn sem voru hafnir yfir lög. Þessi áhrif komu til tals við dómsuppkvaðningu af Clarence Darrow, verjanda þeirra félaga, en klukkutímalöng ræða hans var talið lykilatriði í því að félagarnir komumst hjá dauðarefsingu. 

„Leopold trúði á ofurmenni,“ sagði Darrow. „Hann og Dickie Loeb voru ofurmennin. Það gætu hafa verið fleiri,  en þeir voru tvo ofurmenni og tveir félagar. Venjuleg skipan samfélagsins var ekki fyrir hann.“

Málið vakti mikla athygli

Málið heillaði almenning sem var hneykslaður yfir tilgangsleysi glæpsins.Morðið varð innblástur fyrir nokkur listaverk, þar á meðal leikrit, bækur og kvikmyndir, og veitti jafnvel sjálfum Alfred Hitchcock innblástur fyrir kvikmynd hans Rope.

Leopold og Loeb sluppu við dauðarefsingu og voru þess í stað dæmdir í lífstíðarfangelsi auk 99 ára fangelsisvistar. Loeb var stunginn til bana af samfanga hans árið 1936, en Leopold fékk að lokum skilorð árið 1958. Hann lést árið 1971, 66 ára að aldri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?

Hafa risavaxnir menn einhvern tímann verið til?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum

Athyglisverðar myndir prýða 1.600 ára gamlar myntir sem fundust á Ermarsundseyjunum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“

Páfagarður bannfærir erkibiskup sem sagði Frans páfa vera „þjón djöfulsins“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu

Færð þú frið í sumarfríinu? Fyrirtæki hafa samband við þriðja hvern starfsmann í sumarfríinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan

Sjö ávanar sem gera tannlækninn þinn ríkan
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega

Fjallgöngumaður hvarf fyrir 22 árum – Fannst nýlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu

„Gerist bara einu sinni á ævinni“ – Einstakt tækifæri til að sjá sprengingu á dvergstjörnu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga

Grunaður um að hafa myrt konu og dætur íþróttafréttamanns með lásboga