fbpx
Laugardagur 31.ágúst 2024
Pressan

Konan taldi sig hafa unnið milljónir í spilakassa en þá komu öryggisverðirnir

Pressan
Þriðjudaginn 21. maí 2024 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kona ein hefur höfðað mál gegn Bally‘s Casino-spilavítinu í Atlantic City þar sem hún krefst þess að fá 2,56 milljónir Bandaríkjadala greiddar.

Konan, sem er 72 ára, hafði eytt nokkur hundruð dollurum í spilakassa í tækjasalnum þegar hann gaf merki þess efnis, með ljósum og háværum hljóðum, að hún hefði unnið tvöfaldan gullpott, upphæð sem nemur 355 milljónum króna.

Ekki leið á löngu þar til öryggisverðir komu aðvífandi og tjáðu konunni að kassinn væri bilaður og hún hefði í raun og veru ekki unnið neitt. Starfsmaður spilavítisins opnaði kassann, ýtti á einhverja takka áður en hann bauð konunni 350 dollara í bætur fyrir óþægindin.

Í frétt New York Post kemur fram að konan hafi neitað þessu og krafist þess að fá alla upphæðina greidda. Það gekk ekki og hefur konan því höfðað mál.

„Þeir opnuðu kassann áður en nokkur hafði tækifæri til að skoða hann – og eyddu mögulega einhverjum sönnunargögnum,“ segir lögmaður konunnar. Hann hefur kallað eftir því að framleiðandi kassans verði fenginn til að leggja mat á það hvort einhver bilun hafi átt sér stað. Þá hefur hann kallað eftir því að fá upptökur úr öryggismyndavélum spilavítisins.

Það sem gefur konunni von í málinu er að dómafordæmi í sambærilegu máli frá árinu 2000 er til staðar. Þá fór maður sem taldi sig hafa unnið 1,3 milljónir dollara í spilakassa í mál við spilavíti sem neitaði að borga honum. Dómur féll manninum í vil.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því

Sat látin við skrifborðið sitt í nokkra daga og enginn tók eftir því
Pressan
Í gær

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið

Fyrrum forstjóri Netflix hvetur fólk til að vinna ekki svona mikið
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann

Lík hans fannst í helli árið 1977 – Nú er loksins búið að bera kennsl á hann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið

Ellilífeyrisþegi lét innbrotsþjófinn finna hvar Davíð keypti ölið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“

Deadpool-morðinginn dæmdur til dauða: „Ég hef aldrei séð neinn jafn illan og hann“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum

Fara fram á dauðadóm yfir þremur Bandaríkjamönnum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl

Meiri líkur á bílveiki þegar ekið er í rafbíl
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera

Hún vinnur við að fjarlægja skapahár en eitt neitar hún að gera