fbpx
Föstudagur 22.nóvember 2024
Pressan

Lítil stúlka slapp naumlega undan bráðri lífshættu á Tenerife

Ritstjórn Pressunnar
Föstudaginn 17. maí 2024 18:30

Frá Los Cristianos á Tenerife. Myndin tengist efni fréttarinnar ekki beint.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sex ára bresk stúlka var við það að drukkna í sundlaug hótels á Tenerife þegar henni var bjargað á síðustu stundu. Er stúlkan sögð hafa verið eftirlitslaus í lauginni en sundlaugarvörður er sagður hafa lokið vinnudegi sínum skömmu áður og enginn virðist hafa leyst hann af. Ekki er vitað á þessari stundu hvar foreldrar stúlkunnar voru á meðan hún var ein að svamla í lauginni með þeim afleiðingum að hún beið næstum því bana.

Það er Mirror sem greinir frá þessu. Þar kemur kemur fram að um hafi verið að ræða sundlaug hótelsins Granada Park Aparthotel í bænum Los Cristianos á Tenerife, sem margir Íslendingar kannast við.

Atvikið er til rannsóknar hjá lögreglunni á svæðinu. Það átti sér stað um klukkan 18:50 að staðartíma 9. maí síðastliðinn. Blása þurfti lífi í stúlkuna eftir að hún var dregin upp úr vatninu. Lögreglumenn sem voru staddir í nágrenninu voru fyrstir viðbragðsaðila á staðinn.

Rannsókn lögreglunnar beinist meðal annars að því hvar foreldrar stúlkunnar voru staddir á meðan hún var í lauginni og hvað varð um sundlaugarvörðinn en hann er sagður hafa yfirgefið svæðið klukkan 18:00 en eins og áður segir fannst stúlkan í lauginni um klukkan 18:50.

Það kemur ekki fram hverjir það voru sem drógu stúlkuna upp úr lauginni og blésu í hana lífi en þegar viðbragðsaðilar komu á staðinn mun hún hafa verið með meðvitund og afar hrædd. Hún var fljótlega flutt á sjúkrahús.

Vatn komst í lungu stúlkunnar og því ljóst að hún var á barmi drukknunar. Starfsfólki spítalans tókst hins vegar að hlúa nægilega vel að henni til að líðan hennar yrði stöðug. Hún var síðan flutt á barnadeild annars sjúkrahúss þar sem hún liggur enn inni.

Málið kemur upp á sama tíma og andstaða heimamanna á Tenerife og víðar á Kanaríeyjum gegn sífelldri fjölgun ferðamanna hefur farið vaxandi. Það hefur birst meðal annars í fjöldamótmælum og fullyrðingum um að íbúar eyjanna græði ekki mikið á ferðamennsku á eyjunum eins og henni sé háttað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti

Sakar Joe Biden um að byrja þriðju heimsstyrjöldina áður en pabbi hans tekur við sem forseti
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn

Hér þarftu að passa töskuna þína og armbandsúr vel – Þjófagengi fara mikinn