fbpx
Laugardagur 18.janúar 2025
Pressan

Svívirðileg hegðun kvöld eitt í fyrra mun kosta hann áratugi í fangelsi

Pressan
Fimmtudaginn 16. maí 2024 08:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nítján ára piltur í Bandaríkjunum, Nicholas Karol-Chik, verður að líkindum dæmdur í 35 til 72 ára fangelsi fyrir sinn þátt í dauða hinnar tvítugu Alexu Bartell þann 19. apríl í fyrra.

Bartell lést þegar grjóthnullungi var kastað af brú þegar Bartell ók bifreið sinni undir hana. Lenti hnullungurinn á framrúðunni og í andliti Bartell sem lést að líkindum samstundis. Átti atvikið sér stað í úthverfi Denver í Colorado.

Þrír ungir piltar voru handteknir vegna málsins og er Nicholas einn þeirra. Hann og annar drengur hafa komist að samkomulagi við saksóknara um að játa sök í málinu gegn því að fá vægari refsingu.

Segir Nicholas að hann hafi rétt félaga sínum, Joseph Koenig, grjótið sem hann kastaði svo af brúnni og lenti á bifreið Alexu. Þremenningarnir köstuðu grjóti í alls sjö bifreiðar þetta kvöld en Koening er sá eini sem neitað hefur sök í málinu og fer mál hans því fyrir kviðdóm.

Dómur í máli Nicholas verður kveðinn upp í september.

Það var vinkona Alexu sem kom að henni látinni en hún var að tala við hana í síma þegar sambandið rofnaði skyndilega. Voru vinkonurnar með app þar sem þær gátu séð staðsetningu hvor annarrar. Sá hún að Alexa var kyrrstæð og virtist vera utan vegar. Fór hún af stað og fann bifreið vinkonu sinnar og hana látna undir stýri.

Tvítug stúlka látin eftir handahófskennda árás

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt

Gera grín að konunni sem taldi sig vera í ástarsambandi með Brad Pitt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X

Elon Musk og leiðtogi AfD settu fáránlega lygi fram í undarlegu samtali sínu á X
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð

Vaxandi áhyggjur af að skjöl varðandi Elísabetu II verði ritskoðuð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“

Draugastörf gera atvinnuleitina erfiðari – „Þetta er eins og í hryllingsmynd“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum

Rússar sekta Google um 11 milljarða fyrir að hlýða ekki fyrirmælum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni

Sænski herinn og Saab afhjúpa leynilegt verkefni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Sannleikurinn um ódýru fötin sem þú kaupir á Shein

Sannleikurinn um ódýru fötin sem þú kaupir á Shein
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ný gögn varpa óvæntu ljósi á upphaf stærsta eldsins í Los Angeles

Ný gögn varpa óvæntu ljósi á upphaf stærsta eldsins í Los Angeles
Pressan
Fyrir 5 dögum

15 létust þegar bensínstöð sprakk

15 létust þegar bensínstöð sprakk